Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Frekar slöpp
Home on the Range var síðasta myndin hjá Disney sem var teiknuð hefðbundlega (þ.e.a.s. ekki þrívíddartölvtækni) þangað til The Princess and the Frog kom út árið 2009, og ástæðan er augljós. Þetta er ein af verst teknu Disney-myndunum og er að mínu mati algjörlega með þeim 5 verstu. Margir karakterarnir eru auðgleymanlegir, illmennið er einn mesti brandari sem ég hef séð frá Disney, lögin gleymast fljótt og húmorinn er allt of sjaldan góður.
En svona til að koma með góða hluti þá eru nokkrir fínir karakterar. Af kúnum fannst mér til dæmis Grace vera skemmtileg. Hún kemur þar að auki með bestu línurnar í myndinni. Maggie var í lagi en Mrs. Caloway var aðeins of týpískur karakter fyrir mig. Hesturinn Buck fannst mér vera bæði þunnur og pirrandi karakter (þó ég gefi raddleikaranum, Cuba Gooding Jr. plús fyrir að setja eftirminnilega góða orku í karakterinn. Bara ef hann hefði verið betur skrifaður). Og ég var hissa að það er einn svalur karakter í myndinni, en það eyðist í klæmaxinu.
Illmennið Alameda Slim er með verri illmennum Disney frá upphafi. Hann er kannski ekki rosalega heimskur eða sá sem lendir í skömmustulegum atriðum. Ég gat bara ekki tekið manninn alvarlega, allt frá hvernig hann lét, hvernig hann klæddi sig eða að hann gat dáleitt kýr með því að... jóðla???
Lögin og útlitið er bæði mjög mikið meh að mínu mati. Hvort tveggja er bæði hefðbundið, ekki slæmt en ekki heldur minnugt. Og sama er hægt að segja um húmorinn. Það komu nokkrum sinnum góðir brandarar en þeir voru of fáir og of langt á milli þeirra. Mér fannst til dæmis þríburarnir ekki vera neitt fyndnir, jafnvel þótt að það var tilgangur þeirra í myndinni.
Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa á aftur, þó hún sé ekki beint slæm. Hún er samt ekki meh, aðeins fyrir neðan það.
4/10
Home on the Range var síðasta myndin hjá Disney sem var teiknuð hefðbundlega (þ.e.a.s. ekki þrívíddartölvtækni) þangað til The Princess and the Frog kom út árið 2009, og ástæðan er augljós. Þetta er ein af verst teknu Disney-myndunum og er að mínu mati algjörlega með þeim 5 verstu. Margir karakterarnir eru auðgleymanlegir, illmennið er einn mesti brandari sem ég hef séð frá Disney, lögin gleymast fljótt og húmorinn er allt of sjaldan góður.
En svona til að koma með góða hluti þá eru nokkrir fínir karakterar. Af kúnum fannst mér til dæmis Grace vera skemmtileg. Hún kemur þar að auki með bestu línurnar í myndinni. Maggie var í lagi en Mrs. Caloway var aðeins of týpískur karakter fyrir mig. Hesturinn Buck fannst mér vera bæði þunnur og pirrandi karakter (þó ég gefi raddleikaranum, Cuba Gooding Jr. plús fyrir að setja eftirminnilega góða orku í karakterinn. Bara ef hann hefði verið betur skrifaður). Og ég var hissa að það er einn svalur karakter í myndinni, en það eyðist í klæmaxinu.
Illmennið Alameda Slim er með verri illmennum Disney frá upphafi. Hann er kannski ekki rosalega heimskur eða sá sem lendir í skömmustulegum atriðum. Ég gat bara ekki tekið manninn alvarlega, allt frá hvernig hann lét, hvernig hann klæddi sig eða að hann gat dáleitt kýr með því að... jóðla???
Lögin og útlitið er bæði mjög mikið meh að mínu mati. Hvort tveggja er bæði hefðbundið, ekki slæmt en ekki heldur minnugt. Og sama er hægt að segja um húmorinn. Það komu nokkrum sinnum góðir brandarar en þeir voru of fáir og of langt á milli þeirra. Mér fannst til dæmis þríburarnir ekki vera neitt fyndnir, jafnvel þótt að það var tilgangur þeirra í myndinni.
Þetta er mynd sem ég mun ekki horfa á aftur, þó hún sé ekki beint slæm. Hún er samt ekki meh, aðeins fyrir neðan það.
4/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Walt Disney Pictures
Vefsíða:
movies.disney.com/home-on-the-range
Aldur USA:
PG
Frumsýnd á Íslandi:
13. ágúst 2004
VHS:
27. janúar 2005