A Cinderella Story (2004)
"Once upon a time... can happen any time."
Þegar Samantha Montgomery er 8 ára gömul missir hún föður sinn í jarðskjálfta og þarf eftir það að búa uppi á háalofti, en stjúpmóðir hennar...
Öllum leyfðSöguþráður
Þegar Samantha Montgomery er 8 ára gömul missir hún föður sinn í jarðskjálfta og þarf eftir það að búa uppi á háalofti, en stjúpmóðir hennar Fiona og stjúpsystur, þær Gabriella og Brianna, ráða öllu um líf hennar, enda erfði stjúpan allt eftir föður hennar en hún fékk ekki neitt. Stjúpan lætur Sam þræla sér út á matsölustað sem pabbi hennar rak. Í skólanum er henni strítt af vinsælu stelpunum, en þar fremst í flokki er Shelby Cummings, rík og fordekruð. Sam kynnist Austin Ames og þau skiptast á tölvupóstum og SMS skilaboðum, en þekkjast ekkert fyrir utan það. Þau ákveða að hittast í eigin persónu á skólaballinu kl. 23, en þau fá þó lítinn tíma saman því Sam þarf að þjóta aftur á matsölustaðinn. Á leiðinni missir hún farsímann sinn og Austin finnur hann. Austin reynir að finna út úr því hver Öskubuska er, en Sam er hrædd um að ef hann kemst að því hver hún raunverulega er, að þá hafi hann engan áhuga á henni.
Aðalleikarar
Höfundar og leikstjórar

Aðrar myndir

Gagnrýni notenda (8)
Skráðu þig inn til að skrifa gagnrýni
InnskráÉg hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Hillary Duff en hún er nú sæt stelpa svo maður þolir alveg eina og eina mynd :D Chad Michael Murray er líklegast aðal ástæðan fyrir því að ég ...
Þetta er hin fullkomna stelpumynd. Ég er 18 ára og ég skemmti mér mjög vel á þessari mynd. Söguþráðurinn var vissulega ekkert sem kom neitt á óvart en ég varð ekki fyrir vonbrigðum þ...
Var á þessari mynd áðan, mér líkaði meira við leikarana en myndina sjálfa. En ok, salurinn BARA stelpur (fyrirsjáanlegt) Myndin var ágæt, flöt og svona, en what can you do? Ég var nú ba...
Myndin er frekar fyrirsjánleg en samt ágæt skemmtun. Leikurinn sæmilegur en mynd fyrir neðan meðallag.
Þessi mynd brást mér ekki, fyrirsjánleg, flöt og óáhugaverð, með nokkrum ljósum punktum en greinilegt að leikstjórarnir hafi ekki reynt af sinni mestu áfergju að gera góða mynd heldur ...
Þetta er Frábær mynd , Hilary Duff er geggt ánægð og glöð þangað til pabba hennar deyr þá fær hún þessa leiðinlegu stjúpmömmu og tvær stjúpsystur o.fl. vill ekki segja of mikið u...
Mér fannst þessi mynd geggjuð og bara ég veit ekki hvað ég á að segja.En í fyrsta lagi eru leikararnir frábærir Hillary Duff og Chad Michael Murrey.Ég mæli með þessari mynd handa ö...
Framleiðendur


















