Náðu í appið
Öllum leyfð

A Cinderella Story 2004

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 5. nóvember 2004

Once upon a time... can happen any time.

95 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 11% Critics
The Movies database einkunn 25
/100

Þegar Samantha Montgomery er 8 ára gömul missir hún föður sinn í jarðskjálfta og þarf eftir það að búa uppi á háalofti, en stjúpmóðir hennar Fiona og stjúpsystur, þær Gabriella og Brianna, ráða öllu um líf hennar, enda erfði stjúpan allt eftir föður hennar en hún fékk ekki neitt. Stjúpan lætur Sam þræla sér út á matsölustað sem pabbi hennar... Lesa meira

Þegar Samantha Montgomery er 8 ára gömul missir hún föður sinn í jarðskjálfta og þarf eftir það að búa uppi á háalofti, en stjúpmóðir hennar Fiona og stjúpsystur, þær Gabriella og Brianna, ráða öllu um líf hennar, enda erfði stjúpan allt eftir föður hennar en hún fékk ekki neitt. Stjúpan lætur Sam þræla sér út á matsölustað sem pabbi hennar rak. Í skólanum er henni strítt af vinsælu stelpunum, en þar fremst í flokki er Shelby Cummings, rík og fordekruð. Sam kynnist Austin Ames og þau skiptast á tölvupóstum og SMS skilaboðum, en þekkjast ekkert fyrir utan það. Þau ákveða að hittast í eigin persónu á skólaballinu kl. 23, en þau fá þó lítinn tíma saman því Sam þarf að þjóta aftur á matsölustaðinn. Á leiðinni missir hún farsímann sinn og Austin finnur hann. Austin reynir að finna út úr því hver Öskubuska er, en Sam er hrædd um að ef hann kemst að því hver hún raunverulega er, að þá hafi hann engan áhuga á henni.... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Handrit


Jáhá, þetta var svo ófyrirsjánlegt. Ég vissi ekkert hvernig þetta myndi enda haha :D Myndin er mjög góð að mestu leiti en er frekar barnaleg. Kannski skemmtirðu þér vel ef að þú ert á aldrinum 6 - 10 En annars þá er þetta frekar mikil klisja. Vonda stjúpan stóð sig ágætlega en þetta hlutverk hentar henni ekki. Bara svona til að koma því að hreint þá fór ég ekki á þessa mynd af mínu eigin sjálfsdæmi. Ég var nokkurnveginn nauðugur viljugur á myndinn með stelpu úr hverfinu mínu. En allavega. þá fóru 2 stundir úr lífi mínu fyir bý.. haha nei ég er bara að grínast. hún er sæmileg. Svo ekki sé meira rætt um það.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég hef nú aldrei verið mikill aðdáandi Hillary Duff en hún er nú sæt stelpa svo maður þolir alveg eina og eina mynd :D Chad Michael Murray er líklegast aðal ástæðan fyrir því að ég fór á þessa mynd! Algjört augnayndi þessi drengur! Ég fer nú reglulega á svona gelgju myndir því maður gegnur yfirleitt alltaf brosandi út af þeim! Ég var ekki með miklar væntingar fyrir þessa mynd svo hún stóð undir sínu :) Ágæt skemmtun í skammdeginu ;) Og já, í stjörnuvalinu þá er tekið mark á að þetta er gelgjumynd! Leikarvalið var frábært! :D Skemmtilegt að sá þarna tvær óþekktar ungar leikonur sem stjúpsysturnar illu. Stjúpmamman var frábær! Handritið var vel skrifað og þetta var skemmtileg Öskubusku saga :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Þetta er hin fullkomna stelpumynd. Ég er 18 ára og ég skemmti mér mjög vel á þessari mynd. Söguþráðurinn var vissulega ekkert sem kom neitt á óvart en ég varð ekki fyrir vonbrigðum því ég hafði ekkert búist við því. Ég fór að sjá öskubusku finna prinsinn sinn og það var nákvæmlega það sem ég fékk :D Ég mæli sko með henni ef fólk vill bara njóta þess að horfa á rómantíska, fyndna og skemmtilega mynd.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Var á þessari mynd áðan, mér líkaði meira við leikarana en myndina sjálfa. En ok, salurinn BARA stelpur (fyrirsjáanlegt) Myndin var ágæt, flöt og svona, en what can you do? Ég var nú bara þarna útaf augnakonfektinu (Chad Michael Murray nefnilega) og hann stóð undir sínu. Maður var svosem alveg kominn inní það að fíla söguna pínulítið undir lokin. En það sem sló allt út voru stelpurnar bakvið mig, litlar smástelpugelgjur, óhræddar við að TALA OG TALA alla myndina. Maður heyrði t.d. hjá þeim í sorglegu atriði: Ó, mig langar svo að fara inní bíómyndina og faðma hana og hugga, hún er svo leið! Þetta bjargaði þessari upplifun alveg, ég gat ekki varist hlátri, því að ég tel mig vera vaxna ansi vel uppúr þessu stigi, ef ég fór einhverntíman svona harkalega á það. Myndin fær tvær og hálfa stjörnu, ekki frábær, bara allt í lagi, góð skemmtun, svona leigumynd á rigningardegi, en stelpur mínar, þið fáið fjórar. ;)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Myndin er frekar fyrirsjánleg en samt ágæt skemmtun. Leikurinn sæmilegur en mynd fyrir neðan meðallag.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn