Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ég hef alltaf verið veikur fyrir skrímslamyndum, eins og flestir strákar býst ég við. Það er eitthvað primal í okkur sem kemur fram mjög snemma. Minn þriggja ára er allavega mjög upptekinn af tröllum og risa krókódílum.
Að ákveðnu leiti skiptast skrímslamyndir í tvennt. Skepnur sem eru 100% skáldskapur t.d. Godzilla, The Hoast og Alien. Svo eru það alvöru dýr, kannski ýkt en alvöru. Í þessum flokki eru myndir á borð við Jaws, Piranah og Anaconda. Það hefur farið lítið fyrir krókódílamyndum, ég man í raun bara eftir Lake Placid og Rogue, sem ég mun taka fyrir á morgun.
Primeval gerist í Afríku og fjallar um Bandaríska blaðamenn sem ætla að reyna að klófesta risakrókódíl sem hefur verið skýrður Gustave. Leikararnir eru flestir B sjónvarpsleikarar eins og Dominic Purcell (Prison Break, John Doe). Ein stærstu mistökin í myndinn eru að þeir skjóta staðsetningarbúnaði í Gustave sem tekur mikið af spennunni úr af því að maður veit alltaf hvar hann er. Fyrir utan það er handritið götótt og leiðinlega pólitískt. Ég hafði engan áhuga að vita um eitthvað borgarastríð í Afríku og tilheyrandi vesen, ég kom til að sjá skrýmsli. Sem minnir mig á það. Gustave var tölvugerður og svo gervilegur að ég hélt að ég væri að spila X-Box tölvuleik. Gott dæmi um ofnotkun á tæknibrellum, stundum er brúðan betri. Allt í allt var þessi mynd tímasóun og bara eitt að gera við hana...delete.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Buena Vista Pictures
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Útgefin:
11. október 2007