Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Mjög skemmtileg mynd sem gerist þegar diskóið var að syngja sitt síðasta. Í hnotskurn fjallar myndin um tvær vinkonur sem stunda skemmtanalífið grimmt og sambönd þeirra við karlmenn sem þær kynnast. Persónurnar eru áhugaverðar og skondnar. Samtölin eru líka hrein snilld, enda halda þau myndinni á floti. Chloe Sevigni og Kate Beckinsale eru frábærar sem vinkonurnar tvær og það er gaman að fylgjast með þeim á dansgólfinu. Í leikarahópnum er ekki mikið um mjög þekkt nöfn en það þarf að leita mikið til að finna illa leikið hlutverk. Eftir að hafa séð Studio 54, sem fjallaði um svipað efni, hafði ég takmarkaðar væntingar en þessi mynd reyndist margfalt betri.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Framleiðandi
Gramercy
Kostaði
$8.000.000
Tekjur
$3.020.601
Vefsíða:
Aldur USA:
R
Frumsýnd á Íslandi:
26. febrúar 1999
VHS:
26. apríl 1999