Náðu í appið
Öllum leyfð

New in Town 2009

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 30. apríl 2009

97 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 28% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Renée Zellweger leikur aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni New in Town, sem segir frá framakonunni Lucy Hill, en hún vinnur sem fyrirtækjaráðgjafi í Miami. Henni gengur mjög vel, ferillinn er á uppleið og hún nýtur lífsins í hinni heitu borg til fulls. Einn daginn er hún skyndilega send í nýtt verkefni, út úr borginni, þvert yfir Bandaríkin og alla... Lesa meira

Renée Zellweger leikur aðalhlutverkið í rómantísku gamanmyndinni New in Town, sem segir frá framakonunni Lucy Hill, en hún vinnur sem fyrirtækjaráðgjafi í Miami. Henni gengur mjög vel, ferillinn er á uppleið og hún nýtur lífsins í hinni heitu borg til fulls. Einn daginn er hún skyndilega send í nýtt verkefni, út úr borginni, þvert yfir Bandaríkin og alla leið til Minnesota, þar sem hún þarf að hafa eftirlit með endurskipulagningu verksmiðju í pínulitlum smábæ. Viðtökur íbúanna eru í fyrstu jafn kaldar og hráslagalegt veðrið, en smám saman nær hún að sjarmera íbúana og hljóta samþykki þeirra, sér í lagi verkamannsins Ted Mitchell (Harry Connick Jr.). Það getur þó allt í einu breyst þegar hún fær skipun frá Miami um að loka verksmiðjunni. Þá þarf hún að taka til sinna ráða, vilji hún bjarga eigin mannorði og bænum frá glötun.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn