Náðu í appið
Bönnuð innan 16 ára

Permanent Midnight 1998

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 23. apríl 1999

88 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 59% Critics
The Movies database einkunn 57
/100

Grínhöfundurinn Jerry Stahl er heróínisti og tekur gjarnan unga dóttur sína með í heróínrússi á handritsfundi í sjónvarpinu meðal annars. Þegar hann er að klára afeitrun á meðferðarstofnun, þá hugsar hann til baka með Kitty sem er einnig fyrrum eiturlyfjasjúklingur, sem hlustar þolinmóð á minningarbrot Stahls. Aðrar konur í lífi Stahls, eru bresk... Lesa meira

Grínhöfundurinn Jerry Stahl er heróínisti og tekur gjarnan unga dóttur sína með í heróínrússi á handritsfundi í sjónvarpinu meðal annars. Þegar hann er að klára afeitrun á meðferðarstofnun, þá hugsar hann til baka með Kitty sem er einnig fyrrum eiturlyfjasjúklingur, sem hlustar þolinmóð á minningarbrot Stahls. Aðrar konur í lífi Stahls, eru bresk eiginkona hans Sandra, og umboðsmaður hans Vola. Stahl hittir yfirmann sjónvarpsþátta, Craig Ziffer, til að ræða nýja þætti Mr. Chompers, sem eru svipaðir og Alf, og brúðumeistarann Allen. Hann hangir síðan með hinum muldrandi Nicky og hinum dópaða Gus. ... minna

Aðalleikarar


Ágætis mynd sem lýsir fíkniefnaerfiðleikum rithöfundar í Hollywood. Hún verður að flokkast sem drama en samt er húmorinn aldrei langt undan. Leikararnir standa sig allir alveg frábærlega, sérstaklega Ben Stiller sem léttist víst um 15 kíló fyrir þetta hlutverk og ekki var hann nú þybbinn fyrir. Mario Bello úr ER þáttunum og Payback skilar líka öflugri frammistöðu ásamt Elizabeth Hurley. Yfir heildina litið er samt eins og það vanti eitthvað í þessa mynd en hún á samt sínar stundir og nær vel að lýsa fíkniefnavítahringnum sem aðalpersónan lendir í.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn