Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Robin Williams leikur lækninn Chris Nielsen sem deyr í bílslysi og fer til himnaríkis. Eiginkona hans(Annabella Sciorra) fer hins vegar til helvítis fyrir að hafa framið sjálfsmorð eftir dauða Chris. Chris leggur síðan í för til að bjarga henni úr neðra. What Dreams May Come er eiginlega mjög óvenjuleg Robin Williams mynd, hún er ekki gamanmynd og þessi karakter er mjög dramatísklega skrifaður. Ekki slæmt en maður vill sjá Williams fyndinn. Reyndar þá finnst mér, eftir að hafa séð Insomnia og One Hour Photo, Williams bestur sem illmenni. Þessi mynd er mjög róleg og hæg enda skrifuð þannig en við áhorfið finnst manni oft að það mætti pusha þetta aðeins. En stórskemmtileg mynd og á köflum bráðsniðug, athyglisverðar pælingar. 7/10.
What Dreams May Come, hvernig er hægt að útskýra myndina á bestan hátt? Listrænt meistaraverk. Sagan er því miður ekki upp á marga fiska. En umræðuefni hennar er hins vegar athyglisvert og pottþétt eitthvað sem fólk pælir í: Er líf eftir dauðann? Þó Robin Williams sé góður í titilhlutverkinu, þá er það umhverfið og litadýrðin sem stela senunni og eru aðalkarakter myndarinnar. Maður verður dáleiddur af allri litadýrðinni og gæti þetta verið hin tilvalda ímynd sem maður myndi vilja hafa fyrir hið fullkomna himnaríki sem Guð sjálfur myndi gleðjast yfir að sjá. Fær 3 stjörnur.
Ég fór á What Dreams May Come með töluvert miklar væntingar í huga. Með frábærum leikara eins og Robin Williams og greinilega óaðfinnanlegum sviðsmyndum og tæknibrellum. Og einnig með það í huga um hvað hún fjallar en ég hef alltaf haft mikinn áhuga á lífinu eftir dauðann og fleira í þeim dúr. En ég varð töluvert vonsvikinn. Vissulega er Robin Williams góður, auðvitað eru sviðsmyndirnar og tæknibrellurnar mjög flottar og myndin tekur á forvitnilegu máli en myndin er mjög langdregin á köflum og verður alveg afskaplega væmin í endann. En því er ekki að neita að miðkaflinn er góður í henni og myndin kemur manni nokkrum sinnum töluvert á óvart. Það er bara eins og Bandaríkjamenn séu ekki eins góðir í að klára sínar myndir almennilega eins og Bretarnir. Kaflinn þar sem Robin Williams er nýdáinn er t.d. alveg afskaplega langdreginn og lítið að gerast í honum. Myndin tekur síðan góðan sprett þegar hann er kominn til himnaríkis og þarf að fara niður til helvítis til að ná í konuna sína sem framdi sjálfsmorð eftir að hann dó. Þar njóta brellurnar sín til ítrasta og sýna mjög fallega mynd af himnaríki og mjög ógnvekjandi mynd af helvíti. Allur leikur er einnig til fyrirmyndar. Robin Williams fer mjög vel með hlutverk sitt sem endranær, Cuba Gooding Jr. og Max Von Sydow eru traustir í aukahlutverkunum en senuþjófurinn er Annabella Sciorra sem fer yfir allan tilfinningaskalann og gerir það með glans. En því miður er myndin einum of væmin og endirinn þegar Robin Williams finnur konuna sína fer út yfir öll velsæmismörk. Niðurstaðan: Forvitnileg mynd sem hefði getað verið unnið betur úr.
Myndin fjallar í stuttu máli um mann Robin Williams sem deyr í bílslysi og ferðalag hans um himnaríki og helvíti. Það besta við þessa mynd er myndræni þátturinn, en allar sviðsmyndir og tæknibrellur eru mjög vel gerðar. Sjónræn túlkun myndinarinnar á himnaríki og helvíti er ekkert minna en stórkostleg. Robin Williams er mjög viðkunnalegur í hlutverki sínu eins og alltaf og stendur sig vel. Sama má segja um aðra leikara. Myndin fer út í það að verða örlítið langdregin á köflum og þeir sem sjá hana mega búast við væmni í stórum skömmtum en á heildina litið er þetta fín afþreying.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Aldur USA:
PG-13
Frumsýnd á Íslandi:
11. desember 1998
VHS:
8. júní 1999