Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börnÍ myndinni er ljótt orðbragð

Martyrs 2008

Fannst ekki á veitum á Íslandi

They did not finish to be alive...

97 MÍNFranska
Rotten tomatoes einkunn 65% Critics

Fimmtán árum eftir að hafa lent hræðilegri reynslu þar sem henni var rænt og hún pyntuð í pyntingarklefa í yfirgefnu sláturhúsi, þá leitar ung kona, Lucie, hefnda. Hún ætlar að ná sér niður á fjölskyldunni sem kvaldi hana. Hún leggur upp í förina með æskuvinkonu sinni Anna, sem var einnig misnotuð í æsku. Fljótlega sekkur hún niður í vonlaust brjálæði,... Lesa meira

Fimmtán árum eftir að hafa lent hræðilegri reynslu þar sem henni var rænt og hún pyntuð í pyntingarklefa í yfirgefnu sláturhúsi, þá leitar ung kona, Lucie, hefnda. Hún ætlar að ná sér niður á fjölskyldunni sem kvaldi hana. Hún leggur upp í förina með æskuvinkonu sinni Anna, sem var einnig misnotuð í æsku. Fljótlega sekkur hún niður í vonlaust brjálæði, og Anna fer að endurlifa það helvíti sem vinkona hennar upplifði þegar hún var 12 ára gömul. ... minna

Aðalleikarar

Leikstjórn

Frönsk ofbeldismynd.

Ég hef oft velt fyrir mér afhverju maður horfir á mynd eins og Martyrs. Hún lætur mann líða illa allan tíman sem maður horfir á hana.
Það er ein mynd sem hefur látið mig líða jafn illa yfir og það er Bug.
Bug er mynd sem gerist allan tíman inn í einni íbúð og þó svo að það er ekki mikið af ofbeldi eða viðbjóði í henni þá lætur hún mann líða
mjög einkennilga og réttara sagt mjög óþægilega.

Martyrs er frönsk mynd eftir leikstjóran Pascal Laugier og skrifaði hann einnig handritið.
Myndin byrjar eins og skot, hún heldur manni heljargreipum frá byrjun til enda. Ef þér finnst mynd eins og Hostel eða Hills have eyes ógeðslegar myndir
þá áttu eftir að sjá Martyrs, hún lætur myndir eins og þær líta út eins og barnamyndir. Ofbeldið er alveg í byrjun myndarinnar og hættir ekki fyrr en myndin er búin.
Ég ætla mér ekkert að fjalla um söguþráð myndarinnar, ég hafði ekki hugmynd um hann þegar ég byrjaði að horfa á myndina og vill ekki eiðilleggja myndina fyrir ykkur með því að fara í söguþráð myndarinnar.

Myndin finnst mér frábær og persónulega veit ég ekki afhverju.. Ég þekki magra sem myndu slökkva á myndinni mjög fljótlega en það er eitthvað sem drífur mann áfram.
Eins mikið og mér finnst hún frábær þá er þetta mynd sem maður horfir ekki aftur á, einusinni er nóg.
Kannski er ég að gera of mikið úr myndinni, kannski eru sumir þarna úti sem segja aað hún sé ekki það ógeðsleg og ég sé bara aumingi og kanski átt þú lesandi góður eftir að vera fyrir vonbrigðum því þú taldir myndina vera ógeðslegri en raun ber vitni. Veit að ég lendi persónulega oft í því þegar ég les kvikmyndagagngríni.
En held þið ættum samt að taka mark á manni eins og mér, maður sem hefur horft mikið á hrillingsmyndir er orðinn mjög vanur mjög ógeðfeldum myndum svo þið ættuð ekki að vera fyrir vonbrigðum þegar þið kíkið á Martyrs, ef það er þannig mynd sem þið leitið að.

Frakkar eru mjög framalega í ofbeldismyndum í dag, tek sem dæmi Irréversible, enter the void, Haute tension, À l'intérieur (inside) ásamt fleirri myndum. Allar mis góðar.

En Martyrs er mynd sem ég mæli eindregið með fyrir fólk sem finnst gaman að margþrúngri spennu sem er laus við að byggja upp og byrjar bara eins og skot og full af ofbeldi en samt í leiðinni svo miklu meira en það. En þessi mynd er alls ekki fyrir alla og þeir sem gátu ekki horft á myndir eins og Hostel eða annað bandarískt rusl ættu að láta þessa mynd kjurt liggja.


* * * * af * * * * *
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei

Ég var í andlegu sjokki eftir þessa mynd. Get ekki sagt að það hafi gerst oft áður. Franskar hryllingsmyndir eru gjörsamlega að jarða bandarískar um þessar mundir. Fyrst Heute Tension, svo Inside og nú Martyrs. Ekki skemmir fyrir að ég á Them og Frontier(s) eftir.

Ég skal segja frá plottinu í næstu málsgrein fyrir þá sem eru forvitnir og ætla sé ekki að sjá myndina. Annars mæli ég með því að forðast spoilera ef þið ætlið að leggja í þessa mynd. Þetta er ein af þessum myndum sem að flestir gætu ekki horft á til enda. Það er verulega óþægilegt að horfa á hluta hennar og manni er ekki hlíft mikið. Leikkonurnar á plakatinu (Mojana Alaoui og Myléne Jampanoi) fara með tvö lang stærstu hlutverkin og halda myndinni algjörlega uppi. Þær eru mjög sannfærandi. Myndin er stöðug keyrsla fyrstu 2/3 hlutana en skiptir svo gjörsamlega um gír. Hún gerir það sem margar myndir klikka á, þ.e. hún útskýrir ástæðuna fyrir allri þessari geðveiki án þess að draga úr áhrifamættinum. Ef þið hafið gaman af því að láta hræða ykkur og stinga nálum í lærið á ykkur þá gerist það ekki betra en Martyrs!

Sagan í hnotskurn fyrir forvitna:
Ung stúlka (Lucia) sleppur úr árs gíslingu þar sem hún hefur verið barin og misnotuð (ekki kynferðislega) um langt skeið. Hún er hálf skemmd eftir lífsreynsluna og fer á munaðarleysingjahæli. Þar kynnist hún stúlku sem heitir Anna og þær verða vinkonum. Fimmtán árum síðar er skipt yfir á venjulega 4 manna fjölskyldu borða morgunmat í léttu yfirlæti. Bjallan dinglar og þar er Lucia mætt með haglabyssu. Hún slátrar allri fjölskyldunni. Eftir morðin kemur hræðilegur draugur af gísl sem hún gat ekki bjargað (í rauninni ofsjónir). Draugurinn hefur verið að ásækja hana síðan hún slapp út og hann sker í hana með reglulegu millibili. Anna mætir á staðinn og er frá sér yfir því sem Lucia gerði en hjálpar henni að þrífa húsið og fela líkin. Reyndar vaknar mamman og Annar reynir að bjarga henni en Lucia drepur hana með hamri. Stuttu síðar drepur draugurinn Luciu og sést ekki aftur. Eftir allt fárið finnur Anna falinn stiga í húsinu sem liggur niður í dýflissu. Þar finnur hún gísl í svipuðum aðstæðum sem Lucia var í 15 árum áður. Nema þessi gísl er mun verr farinn. Fólkið í húsinu var greinilega fólkið sem hélt Luciu. Anna reynir að hjálpa en gíslinn drepur sig á endanum. Allt í einu birtist hópur af fólki sem hlekkjar Önnu í dýflissunni. Gömul kona kemur og ræðir við hana og útskýrir málið. Þetta er s.s. hópur af fólki sem trúir því að það sé hægt að framkalla dýrlingsástand með því að gera næstum út af við fólk með misnotkun. Í þessu ástandi á fólk að geta séð hvað gerist eftir dauðann. Anna er því næst látin í prógrammið með hræðilegum aðferðum sem ég ætla ekki út í. Nægir að nefna að hún er fláð lifandi í lokin og nær dýrlingaástandi. Ekki auðvelt að horfa á.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn