Náðu í appið

Futurama: Bender's Big Score 2007

Fannst ekki á veitum á Íslandi
88 MÍNEnska

Aðalleikarar

Handrit


Þetta er fyrsta af þremur nýjum Futurama myndum. Þættirnir, eftir Matt Groening (Simpsons), entust í 5 seríur. Eftir að framleiðslu var hætt varð allt vitlaust og það var mikið mótmælt enda voru þeir (og eru) frábærir. Þessar myndir eru í raun afleiðingin af því. Bender´s Big Score stendur ekki alveg undir þeim væntingum sem ég hafði. Hún fjallar um tímaflakk en verður fljótt ruglingsleg og stefnulaus sem eitt og sé er kannski ekki alslæmt í Futurama mynd. Það er hinsvegar verra að ég hló mjög lítið, meira að segja af uppátækjum Zoidberg. Nafnið á myndinni er líka villandi, náði því aldrei. Það er samt ýmislegt sniðugt í myndinni og flestir karakterarnir mæta til leiks, kannski of margir. Ég vona að sú næsta sé betri.

Það er þekkt vandamál þegar menn reyna að gera bíómynd úr 20 mínótna þáttum að það hreinlega virkar ekki. Simpsons myndin olli mörgum vonbrigðum, Family Guy myndin líka. Best heppnuðu dæmin eru tvímælalaust South Park: Bigger, Longer & Uncut og Beavis and Butthead Do America sem stendur til að horfa á aftur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn