Náðu í appið
Öllum leyfð

Batman 1966

(Batman: The Movie)

He's Here Big As Life In A Real Bat-Epic

105 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 81% Critics
The Movies database einkunn 71
/100

Erkióvinir Leðurblökumannsins úr The United Underworld - Kattarkonan, Jókerinn, Gátumaðurinn og Mörgæsin, taka saman höndum til að reyna að ryðja Batman og Robin úr vegi, til að þau geti tekið öll völdin í heiminum. Mörgæsin og samstarfsmenn hennar ræna skútu með ofurhreyfil sem getur sogað allan raka úr mönnum og minnkað þá niður í agnir. Illmennin... Lesa meira

Erkióvinir Leðurblökumannsins úr The United Underworld - Kattarkonan, Jókerinn, Gátumaðurinn og Mörgæsin, taka saman höndum til að reyna að ryðja Batman og Robin úr vegi, til að þau geti tekið öll völdin í heiminum. Mörgæsin og samstarfsmenn hennar ræna skútu með ofurhreyfil sem getur sogað allan raka úr mönnum og minnkað þá niður í agnir. Illmennin breyta níu öryggisráðsmönnum í litlar marglitar krystalsagnir. Leðurblökumaðurinn og Robin elta illþýðið uppi í Leðurblökubátnum og nota Leðurblökuhleðslu til að þvinga kafbátinn upp á yfirborðið. ... minna

Aðalleikarar


Ok, Batman frá 1966. Fyrstu 10 mín af þessari mynd voru fyndnar og skemmtilegar. Ég hafði gaman af hallærislegu samræðunum og ýktu illmennunum. Þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að horfa á þetta í 90 mín í viðbót. Örvæntingin fór að gera vart við sig og kaldur sviti fór að streyma. Ég gafst samt ekki upp og kláraði kvikindið þrátt fyrir allt. Þegar myndin kom út voru Batman þættirnir með Adam West mjög vinsælir og þetta var tilraun til að græða meira á þeim. Fólk hafði samt lítinn áhuga að borga fyrir eitthvað sem var hægt að fá ókeypis í sjónvarpinu og mætti ekki í bíó. Það er öllu tjaldað í mydninni, fyrir utan batmobile er batcopter (með bat ladder) og bat boat. Allir stærstu óvinirnir vinna saman til að ná heimsyfirráðum.

Það er ákveðið form af masókisma að horfa á þessa mynd. Þetta er í raun leikin teiknimynd. Mér finnst það samt vera móðgun við teiknimyndir af því að Batman: Mask of the Phantasm var mjög góð. Áhugaverð tilraun en mæli ekki með að þið prófið.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

20.02.2024

Oppenheimer: Hvellur og skellur brautryðjanda

Tómas Valgeirsson skrifar: “Now I Am Become Death, the Destroyer of Worlds” Þetta voru hin frægu orð J. Roberts Oppenheimer, oft kallaður ‘faðir atómsprengjunnar,’ en orðin koma úr trúartexta Hindúa. Lét han...

18.08.2023

Ofurhetja með svala krafta og fjölskyldu

DC teiknimyndaheimurinn kynnir til leiks nýja hetju, Bláu bjölluna, 22 ára gamlan mexíkóskan strák sem á mjög svala fjölskyldu, svo ekki sé meira sagt. Um er að ræða fyrstu leiknu ofurhetjumynd DC þar sem aðalpers...

19.07.2023

Eftirvæntingin hjálpar báðum myndum

Stórmyndirnar tvær sem komu nýjar í bíó í vikunni, Barbie og Oppenheimer, sem gárungarnir kalla Barbenheimer, og verða sýndar á sérstökum sýningum báðar í röð, bæði hér á Íslandi og í Bandaríkjunum, hafa...

Svipaðar myndirSkrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn