Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Ok, Batman frá 1966. Fyrstu 10 mín af þessari mynd voru fyndnar og skemmtilegar. Ég hafði gaman af hallærislegu samræðunum og ýktu illmennunum. Þá áttaði ég mig á því að ég þyrfti að horfa á þetta í 90 mín í viðbót. Örvæntingin fór að gera vart við sig og kaldur sviti fór að streyma. Ég gafst samt ekki upp og kláraði kvikindið þrátt fyrir allt. Þegar myndin kom út voru Batman þættirnir með Adam West mjög vinsælir og þetta var tilraun til að græða meira á þeim. Fólk hafði samt lítinn áhuga að borga fyrir eitthvað sem var hægt að fá ókeypis í sjónvarpinu og mætti ekki í bíó. Það er öllu tjaldað í mydninni, fyrir utan batmobile er batcopter (með bat ladder) og bat boat. Allir stærstu óvinirnir vinna saman til að ná heimsyfirráðum.
Það er ákveðið form af masókisma að horfa á þessa mynd. Þetta er í raun leikin teiknimynd. Mér finnst það samt vera móðgun við teiknimyndir af því að Batman: Mask of the Phantasm var mjög góð. Áhugaverð tilraun en mæli ekki með að þið prófið.
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Vefsíða:
Aldur USA:
PG