Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Boy Eats Girl 2005

Fannst ekki á veitum á Íslandi

School's Out ... And So Are the Zombies.

80 MÍNEnska

Strákur lýsir yfir ást á kærustu sinni, en deyr sama kvöld. Hann er vakinn aftur til lífsins af móður sinni og nú sem mannætu - uppvakningur. Hann breytir sífellt fleiri unglingum í uppvakninga á sama tima og hann reynir hvað hann getur að hemja sig, og koma í veg fyrir að hann fái sér ekki bita af kærustunni.

Aðalleikarar


Þetta er lítil og ódýr írsk mynd sem er pínu silly. Myndin fjallar um strák sem er skotinn í stelpu sem deyr en er endurlífgaður af móður sinni með einhverjum voodoo aðferðum. Hún las hinsvegar ekki smáa letrið og stráksi vaknar til lífsins sem einhverskonar hugsandi og talandi zombie. Það er augljóslega verið að reyna að gera aðra Shaun of the Dead en það heppnast ekki alveg. Myndin er ágætlega fyndin og sniðug á köflum en samt langt frá því að vera góð. Það er mikill áhugamannabragur yfir öllum leik eins og oft er í unglinga grínmyndum. Það pirraði mig pínu að "strákurinn" reynir aldrei að borða "stelpuna". Ég hélt að myndin ætti að ganga út á það. Það eru steríótýpur í öllum hornum, plottið er þunnt og brandarar of fáir. Þetta er ágæt og stutt afþreying (80 mín) en kemst ekki nálægt t.d. Dance of the Dead.

"You're supposed to make friends at school, not eat them."
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Skrifa gagnrýni
Senda inn

Svipaðar myndir


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn