Náðu í appið
Svartur á leik

Svartur á leik (2012)

Black's Game

"Byggt á metsölubók Stefáns Mána"

1 klst 44 mín2012

Byggð á sakamálasögu Stefáns Mána og gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavikur eru að stækka og verða hættulegri.

Deila:
Svartur á leik - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiKynlífKynlífVímuefniVímuefni

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2Síminn

Söguþráður

Byggð á sakamálasögu Stefáns Mána og gerist á þeim ótryggu tímum þegar undirheimar Reykjavikur eru að stækka og verða hættulegri. Við fylgjumst með upprisu og falli í hópi karaktera; Stebba, venjulegum manni sem flækist inn í eiturlyfjaheiminn í gegnum vin frá barnæsku, Tóta. Sá starfar sem handrukkari fyrir Jóa Faró, stærsta eiturlyfjabarón landsins síðan á 7. áratugnum. Tóti ásamt Brúnó, sem var líka á leiðinni upp framastigann, yfirtaka rekstur Jóa og breyta eiturlyfjamarkaðinum. Í byrjun myndar stendur Stebbi frammi fyrir því að fá á sig ákæru vegna slagsmála sem hann lenti í þegar hann var drukkinn. Hann rekst á Tóta sem bíður honum besta sakamálalögfræðing landsins ef hann kemur að vinna fyrir sig. Stebbi samþykkir það. Stuttu seinna þegar Brunó kemur frá sjálfskipaðari árs útlegð sinni erlendis, þá sér Stebbi að undir yfirborðinu liggur mikil spenna. Brúnó er siðblindur og hefur þrifist á hættu og glæpum. Tóti er hins vegar í tenglum við raunveruleikann og vill einungis reka fyrirtæki með hagnaði. Innrivalda togstreita byrjar og Stebbi er fastur í miðjunni. Sagan er sögð frá sjónarhóli Stebba og fer fyrri helmingur myndarinnar fram og tilbaka á milli Stebba, sem er að læra tökin og verða meðlimur klíkunnar með ágætis framahorfur, og baksögu Tóta og upphafs klíkunnar. Í seinni helmingnum hefur Brúno komið aftur og klíkan byrjuð að brotna niður. Endar það með því að Stebbi finnur sig fastan á milli steins (Tóta) og sleggju (Brúnó). Og þá er ekki minnst á lögregluna...

Aðalleikarar

Vissir þú?

Svartur á leik sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2012 og er ein vinsælasta og tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar.
Myndin er byggð á samnefndri spennusögu Stefáns Mána.
Árið 2005 festu kvikmyndafyrirtækin Zik Zak og Filmus kaup á kvikmyndaréttinum að bókinni og stóð þá fyrst til að fá Stefán Mána til þess að skrifa handritið. Óskar Þór tók þó seinna yfir starf handritshöfunds og var árið 2008 valinn leikstjóri kvikmyndarinnar.
Gera á tvær nýjar tengdar myndir. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. Fyrri myndin er hugsuð sem forsaga eða undanfari Svartur á leik og hefst árið 1975 þegar fyrsti dómur fyrir eiturlyfjasölu féll. Hún verður frumsýnd árið 2024 og sú seinni ári síðar. Sú seinni verður framhald og gerist í nútímanum og verður birtingarmynd undirheima í dag.
Svartur á leik var fyrsta mynd Óskars Þórs í fullri lengd.

Höfundar og leikstjórar

Stefán Máni
Stefán MániHandritshöfundurf. -0001

Gagnrýni notenda (2)

Íslensk snilld

Íslensk kvikmyndagerð hefur verið mjög misjöfn seinustu ár og allar tilraunir til að gera eitthvað ferskt hafa oftast mislukkast og hin týpíska þunglynda mynd sem önnur hver íslensk mynd ...

Framleiðendur

Filmus ProductionsIS
Zik Zak FilmworksIS

Verðlaun

🏆

Tilnefnd til "Tiger Awards".