Aðalleikarar
Leikstjórn
Handrit
Vissir þú
Svartur á leik sló rækilega í gegn þegar hún var frumsýnd árið 2012 og er ein vinsælasta og tekjuhæsta kvikmynd Íslandssögunnar.
Myndin er byggð á samnefndri spennusögu Stefáns Mána.
Árið 2005 festu kvikmyndafyrirtækin Zik Zak og Filmus kaup á kvikmyndaréttinum að bókinni og stóð þá fyrst til að fá Stefán Mána til þess að skrifa handritið. Óskar Þór tók þó seinna yfir starf handritshöfunds og var árið 2008 valinn leikstjóri kvikmyndarinnar.
Gera á tvær nýjar tengdar myndir. Í þeim nýju mun sama teymið og gerði myndina vera við stjórn og undirheimar Íslands verða áfram í aðalhlutverki. Fyrri myndin er hugsuð sem forsaga eða undanfari Svartur á leik og hefst árið 1975 þegar fyrsti dómur fyrir eiturlyfjasölu féll. Hún verður frumsýnd árið 2024 og sú seinni ári síðar. Sú seinni verður framhald og gerist í nútímanum og verður birtingarmynd undirheima í dag.
Svartur á leik var fyrsta mynd Óskars Þórs í fullri lengd.
Mynd sem inniheldur rassinn hans Gillz
Íslenskar myndir, að mínu mati, hafa sjaldan verið stórkostlegar, og ég hef aldrei séð neina sem ég get kallað meistaraverk. Við höfum alveg mjög góðar myndir (t.d. Bjarnfreðarson og Órói á síðustu árum) en oftast eru þær ekki það áhugaverðar og allt of hefðbundnar. Svartur Á Leik virðist vita að hún er ekki að gera neitt mikið nýtt heldur notar aðra hluti til að láta hana vera eins athyglisverða og hún er.
Söguþráðurinn tekur stór áhrif frá mörgum góðum glæpamyndum, á borði við það besta frá Scorsese, Pusher og City Of God. Myndin inniheldur meira að segja eitt atriði sem mér fannst eiginlega bara vera einn stór áróður til Drive (enda er leikstjóri þá myndar, Nicolas Winding Refn, einn af framleiðundunum) En þrátt fyrir að myndin inniheldur margar klisjur frá myndum sem fara betur með efniviðinn, þá þýðir það ekki að myndin sé slöpp, alls ekki. Þetta er það besta sem Ísland hefur boðið upp á síðan Órói kom út.
Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson fer helvíti vel með efnið og setur frábæran stíl, gott flæði , sterkt andrúmsloft og góðar frammistöður hjá leikurunum. Fyrir utan nokkur atriði stóð hann sig líka fullkomlega að láta þetta gerast í Reykjavík árið 1999. Vímuatriðin voru líka mjög vel gerð og fjölbreytileg. Stundum voru þau góð upplifun, á öðrum tímum martröð. Tónlistarvalið í myndinni setti líka gott andrúmsloft í hana, fyrir utan Hjartað Hamast með Sigur Rós. Sjálfur fannst mér lagið ekki passa við aðstæðurnar.
Andrúmsloft myndarinnar og flæðið er eitt af því besta við hana. Hún er á stöðugri ferð og kemur nær aldrei með tilgangslaust atriði og byggist myndin vel upp að endaatriðunum. Andrúmsloftið og tóninn er öflugur og alltaf sannfærandi. Ég var með grunsemdir áður en myndin kom út að hún ætti eftir að verða hallærisleg með alvarleika sínum, en eftir að hafa séð hana og viðbrögð annars fólks við henni þá get ég einfaldlega sagt að ég hafði rangt fyrir mér.
Leikararnir eru allir sannfærandi og koma með góðar frammistöður og eru þeir helstu Þorvaldur Davíð, Jóhannes Haukur og Damon Younger. Þorvaldur heldur myndinni uppi og kemur með sannfærandi frammistöðu en hann fellur því miður í skuggann á hinum tveimur. Jóhannes sýnir enn og aftur hversu fjölhæfur leikari hann er. Hann kom með óhugnalega frammistöðu í Reykjavík-Rotterdam en hérna er hann tvöfalt betri, og hlýtur ein af ástæðunum að vera að hann styrktist mikið fyrir þetta hlutverk. Damon Youngerer svipað öflugur og Jói og er einmitt í flestum öflugustu atriðum myndarinnar. Aðrir leikarar fá ekkert rosalega mikinn skjátíma en þeir standa sig vel þrátt fyrir það.
Fyrir utan ófrumleika eru það karakterarnir sjálfir sem draga myndina niður. Þrátt fyrir góðar frammistöður vantaði dýpt í þessa karaktera, svo myndin er miklu meira söguþráðskeyrð heldur en karakterkeyrð. Myndin virkaði hins vegar án þess vegna traustar leikstjórnar sem nýtti aðra hluti betur.
7/10
Íslenskar myndir, að mínu mati, hafa sjaldan verið stórkostlegar, og ég hef aldrei séð neina sem ég get kallað meistaraverk. Við höfum alveg mjög góðar myndir (t.d. Bjarnfreðarson og Órói á síðustu árum) en oftast eru þær ekki það áhugaverðar og allt of hefðbundnar. Svartur Á Leik virðist vita að hún er ekki að gera neitt mikið nýtt heldur notar aðra hluti til að láta hana vera eins athyglisverða og hún er.
Söguþráðurinn tekur stór áhrif frá mörgum góðum glæpamyndum, á borði við það besta frá Scorsese, Pusher og City Of God. Myndin inniheldur meira að segja eitt atriði sem mér fannst eiginlega bara vera einn stór áróður til Drive (enda er leikstjóri þá myndar, Nicolas Winding Refn, einn af framleiðundunum) En þrátt fyrir að myndin inniheldur margar klisjur frá myndum sem fara betur með efniviðinn, þá þýðir það ekki að myndin sé slöpp, alls ekki. Þetta er það besta sem Ísland hefur boðið upp á síðan Órói kom út.
Leikstjórinn Óskar Þór Axelsson fer helvíti vel með efnið og setur frábæran stíl, gott flæði , sterkt andrúmsloft og góðar frammistöður hjá leikurunum. Fyrir utan nokkur atriði stóð hann sig líka fullkomlega að láta þetta gerast í Reykjavík árið 1999. Vímuatriðin voru líka mjög vel gerð og fjölbreytileg. Stundum voru þau góð upplifun, á öðrum tímum martröð. Tónlistarvalið í myndinni setti líka gott andrúmsloft í hana, fyrir utan Hjartað Hamast með Sigur Rós. Sjálfur fannst mér lagið ekki passa við aðstæðurnar.
Andrúmsloft myndarinnar og flæðið er eitt af því besta við hana. Hún er á stöðugri ferð og kemur nær aldrei með tilgangslaust atriði og byggist myndin vel upp að endaatriðunum. Andrúmsloftið og tóninn er öflugur og alltaf sannfærandi. Ég var með grunsemdir áður en myndin kom út að hún ætti eftir að verða hallærisleg með alvarleika sínum, en eftir að hafa séð hana og viðbrögð annars fólks við henni þá get ég einfaldlega sagt að ég hafði rangt fyrir mér.
Leikararnir eru allir sannfærandi og koma með góðar frammistöður og eru þeir helstu Þorvaldur Davíð, Jóhannes Haukur og Damon Younger. Þorvaldur heldur myndinni uppi og kemur með sannfærandi frammistöðu en hann fellur því miður í skuggann á hinum tveimur. Jóhannes sýnir enn og aftur hversu fjölhæfur leikari hann er. Hann kom með óhugnalega frammistöðu í Reykjavík-Rotterdam en hérna er hann tvöfalt betri, og hlýtur ein af ástæðunum að vera að hann styrktist mikið fyrir þetta hlutverk. Damon Youngerer svipað öflugur og Jói og er einmitt í flestum öflugustu atriðum myndarinnar. Aðrir leikarar fá ekkert rosalega mikinn skjátíma en þeir standa sig vel þrátt fyrir það.
Fyrir utan ófrumleika eru það karakterarnir sjálfir sem draga myndina niður. Þrátt fyrir góðar frammistöður vantaði dýpt í þessa karaktera, svo myndin er miklu meira söguþráðskeyrð heldur en karakterkeyrð. Myndin virkaði hins vegar án þess vegna traustar leikstjórnar sem nýtti aðra hluti betur.
7/10
Íslensk snilld
Íslensk kvikmyndagerð hefur verið mjög misjöfn seinustu ár og allar tilraunir til að gera eitthvað ferskt hafa oftast mislukkast og hin týpíska þunglynda mynd sem önnur hver íslensk mynd er hefur löngu orðin þreytt og leiðinleg. Bjarnfreðarson og Órói eru einu nýlegu myndir sem hafa verið eitthvað varið í og eins og vanalega við áhorf íslenskra mynda var ég mjög skeptískur á þessari. Þess vegna var ég meira en ánægður þegar myndin var í gangi enda er Svartur á Leik fyrirmyndardæmi um hvernig á að gera mynd.
Óskar Þór leikstýrir hérna í fyrsta skiptið og mér finnst að fleiri kvikmyndagerðarmenn ættu að fá svona tækifæri því að nýtt er oftast gott. Óskar notar stílbrögð vel og stíllinn sem einkennir myndina er mjög skemmtilegur, hraðskreiður og dökkur en fellur allur út í að vera of þungur. Klippingin er einnig til fyrirmyndar og gott dæmi um það er byrjunarsenan sem spilast eiginlega sem eitt skot í djammi í Reykjavík. Takan spilar einnig góðan þátt í því og er mest allan tímann frábær og hjálpar stílnum heilmikið.
Svo kemur það að aðalmálinu. Þar sem of mörgum á Íslandi mislukkast og detta út í leikritsframmistöðu. Leikararnir auðvitað. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fær það verkefni að leika Stebba sem nýtur þess að vera vafasamur á línunni hvort hann sé góður eða ekki. Hann er ekki beint að forða sér úr þessum félagsskap og virðist vera að njóta sín en auðvitað er það ekki alltaf málið. Þór smellpassar í hlutverkið og verður bara Stebbi Psycho þarna uppi á skjánum. Jóhannes Haukur og Damon Younger eru ekkert verri og eru báðir mjög ógnalegir á sinn hátt en ég myndi mun frekar vilja hanga með Tóta en Bruno, enda einn sá sjúkasti og ógnvænlegasti. Svo kemur allt aukaliðið sem stendur sig einnig mjög vel. Gillz fær að spreyta sig jafnvel og stendur sig vel, smellpassar í hlutverkið eins og hver einasti annar.
Óskar prófar mjög mikið af nýjum og öðruvísi hlutum og myndin græðir vel á því. Þessi söguþráður virkar ekki bara með hverjum stíl sem er og Óskar hefur fundið réttan stíl. Svo voru multi-shot atriðin (skjánum t.d. splittað í fernt= 4 atriði) nett og skemmtileg. Mér leið reyndar svolítið eins og ég væri að horfa á mynd eftir erlendan leikstjóra og crew en samt með íslenskan fíling. Ps. Þetta er eitt besta hrós sem ég hef gefið íslenskri mynd.
Ég mæli með þessari mynd fyrir alla... nema kannski þú sért viðkvæmur fyrir fíkniefnum, ofbeldi og kynferðislegum atriðum (og nokkuð gróft eitt). Myndin vekur ekki beint miklar tilfinningar gagnvart persónunum en það þurfti þess heldur ekki. Ég hélt samt nokkurveginn með Stebba enda alveg viðkunnalegur náungi, sérstaklega þegar horft er á félagsskapinn sem hann hengur með. Með þeim betri, ef ekki sú besta íslenska mynd sem ég hef séð.
8/10
Íslensk kvikmyndagerð hefur verið mjög misjöfn seinustu ár og allar tilraunir til að gera eitthvað ferskt hafa oftast mislukkast og hin týpíska þunglynda mynd sem önnur hver íslensk mynd er hefur löngu orðin þreytt og leiðinleg. Bjarnfreðarson og Órói eru einu nýlegu myndir sem hafa verið eitthvað varið í og eins og vanalega við áhorf íslenskra mynda var ég mjög skeptískur á þessari. Þess vegna var ég meira en ánægður þegar myndin var í gangi enda er Svartur á Leik fyrirmyndardæmi um hvernig á að gera mynd.
Óskar Þór leikstýrir hérna í fyrsta skiptið og mér finnst að fleiri kvikmyndagerðarmenn ættu að fá svona tækifæri því að nýtt er oftast gott. Óskar notar stílbrögð vel og stíllinn sem einkennir myndina er mjög skemmtilegur, hraðskreiður og dökkur en fellur allur út í að vera of þungur. Klippingin er einnig til fyrirmyndar og gott dæmi um það er byrjunarsenan sem spilast eiginlega sem eitt skot í djammi í Reykjavík. Takan spilar einnig góðan þátt í því og er mest allan tímann frábær og hjálpar stílnum heilmikið.
Svo kemur það að aðalmálinu. Þar sem of mörgum á Íslandi mislukkast og detta út í leikritsframmistöðu. Leikararnir auðvitað. Þorvaldur Davíð Kristjánsson fær það verkefni að leika Stebba sem nýtur þess að vera vafasamur á línunni hvort hann sé góður eða ekki. Hann er ekki beint að forða sér úr þessum félagsskap og virðist vera að njóta sín en auðvitað er það ekki alltaf málið. Þór smellpassar í hlutverkið og verður bara Stebbi Psycho þarna uppi á skjánum. Jóhannes Haukur og Damon Younger eru ekkert verri og eru báðir mjög ógnalegir á sinn hátt en ég myndi mun frekar vilja hanga með Tóta en Bruno, enda einn sá sjúkasti og ógnvænlegasti. Svo kemur allt aukaliðið sem stendur sig einnig mjög vel. Gillz fær að spreyta sig jafnvel og stendur sig vel, smellpassar í hlutverkið eins og hver einasti annar.
Óskar prófar mjög mikið af nýjum og öðruvísi hlutum og myndin græðir vel á því. Þessi söguþráður virkar ekki bara með hverjum stíl sem er og Óskar hefur fundið réttan stíl. Svo voru multi-shot atriðin (skjánum t.d. splittað í fernt= 4 atriði) nett og skemmtileg. Mér leið reyndar svolítið eins og ég væri að horfa á mynd eftir erlendan leikstjóra og crew en samt með íslenskan fíling. Ps. Þetta er eitt besta hrós sem ég hef gefið íslenskri mynd.
Ég mæli með þessari mynd fyrir alla... nema kannski þú sért viðkvæmur fyrir fíkniefnum, ofbeldi og kynferðislegum atriðum (og nokkuð gróft eitt). Myndin vekur ekki beint miklar tilfinningar gagnvart persónunum en það þurfti þess heldur ekki. Ég hélt samt nokkurveginn með Stebba enda alveg viðkunnalegur náungi, sérstaklega þegar horft er á félagsskapinn sem hann hengur með. Með þeim betri, ef ekki sú besta íslenska mynd sem ég hef séð.
8/10
Um myndina
Leikstjórn
Handrit
Óskar Thór Axelsson, Stefán Máni
Vefsíða:
Frumsýnd á Íslandi:
2. mars 2012
Útgefin:
15. nóvember 2012
Bluray:
15. nóvember 2012