Náðu í appið
Öllum leyfð

SeeFood 2011

(Fjörfiskarnir)

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 26. desember 2011

Þennan hákarl stöðvar enginn!

90 MÍNÍslenska

Í myndinni fáum við að kynnast litla bambushákarlinum Pub sem er þeim hæfileikum gæddur að hann getur lifað og gengið á þurru landi í allt að tólf tíma áður en hann þarf að fara aftur út í sjó. Heimkynni Pubs eru einkar glæsileg, kórallar og rif í öllum regnbogans litum blasa við hvert sem litið er. Það er því ekkert skrítið að Pub uni sér best... Lesa meira

Í myndinni fáum við að kynnast litla bambushákarlinum Pub sem er þeim hæfileikum gæddur að hann getur lifað og gengið á þurru landi í allt að tólf tíma áður en hann þarf að fara aftur út í sjó. Heimkynni Pubs eru einkar glæsileg, kórallar og rif í öllum regnbogans litum blasa við hvert sem litið er. Það er því ekkert skrítið að Pub uni sér best þar, auk þess sem hann á marga góða vini, þar á meðal stóra, sterka hákarlinn hann Júlíus, kolkrabbann Októ, skjaldbökuna Myrtlu, skötuna Spinna og flugfiskana Gísla, Eirík og Helga. Og þá eru bara nokkrir upptaldir af þeim sem Pub þekkir og búa í nágrenni við hann. Dag einn verður Pub fyrir miklu áfalli þegar óprúttnir ræningjar kafa niður að kóralrifinu hans og ræna næstum því öllum pétursskipunum sem þar voru, en svo nefnast egg hákarla. Hann einsetur sér samstundis að endurheimta hina hjálparlausu bræður sína og systur þótt það kosti hann hættuför upp á þurrt land sem óvíst er að hann geti snúið til baka úr. Að sjálfsögðu ákveða vinir hans að hjálpa til eins og þeir geta, þar á meðal Júlíus sem veit að það er undir honum komið að aðstoða Pub við að komast aftur heim. Þar með er hafin stórfengleg og viðburðarík ævintýraferð litla hákarlsins upp á þurrt land þar sem hætturnar leynast við hvert uggamál.... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn