Wer wenn nicht wir?
2011
(If not us, who?)
Fannst ekki á veitum á Íslandi
Frumsýnd: 17. mars 2012
124 MÍNÞýska
Tilnefnd til Gullna Bjarnarins á kvikmyndahátíðinni í Berlín. Leikstjórinn hlaut Alfred Bauer verðlaunin á sömu hátíð, og sömuleiðis Prize of the Guild of German Art House Cinemas
Byggt á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma. Í upphjafi sjöunda áratugsins hefja háskólanemarnir Gudrun Ensslin og Bernward Vesper ástríðufullt samband í hinu þrúgandi andrúmslofti Vestur-Þýskalands eftirstríðsáranna. Þau skynja að veröldin er í hröðu breytingaferli og hefja baráttu gegn meðvirkninni og afneituninni allt í kringum þau. Samband... Lesa meira
Byggt á áhrifamiklum sönnum atburðum á átakatíma. Í upphjafi sjöunda áratugsins hefja háskólanemarnir Gudrun Ensslin og Bernward Vesper ástríðufullt samband í hinu þrúgandi andrúmslofti Vestur-Þýskalands eftirstríðsáranna. Þau skynja að veröldin er í hröðu breytingaferli og hefja baráttu gegn meðvirkninni og afneituninni allt í kringum þau. Samband þeirra endar næstum vegna ótryggðar Bernwards, en þau ná sáttum og flytja til V-Berlínar 1964. Þar slást þau í hóp róttækra rithöfunda og aðgerðasinna og verða hluti af bylgju sem fer um veröldina. Spurt er: „Hverjir, ef ekki við? Hvenær, ef ekki núna?“ En ósætti við veröldina tekur sinn toll af erfiðu sambandi þeirra. Í lok áratugsins gengur Esslin til liðs við Andreas Baader og hreyfingu hans sem byggir á beitingu ofbeldis. Á meðan hættir Bernward geði sínu með notkun hugvíkkandi lyfja í tilraun sinni til að skrifa skáldsögu sem breytt getur heiminum…... minna