Náðu í appið
Bönnuð innan 6 áraÍ myndinni er ljótt orðbragð

Battle of the Year: The Dream Team 2013

Fannst ekki á veitum á Íslandi

Frumsýnd: 18. október 2013

Allt fyrir sigurinn.

109 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 6% Critics
The Movies database einkunn 29
/100

Danskeppnin Battle of the Year er á næsta leyti og bandaríska liðið er ákveðið í að leggja allt í sölurnar fyrir sigurinn. Þeir sem kunna að meta flottan dans og tónlist ættu ekki að láta þrívíddarmyndina Battle of the Year fram hjá sér fara en hún fjallar um undirbúning og þátttöku bandaríska break-landsliðsins í samnefndri danskeppni. Fyrir utan... Lesa meira

Danskeppnin Battle of the Year er á næsta leyti og bandaríska liðið er ákveðið í að leggja allt í sölurnar fyrir sigurinn. Þeir sem kunna að meta flottan dans og tónlist ættu ekki að láta þrívíddarmyndina Battle of the Year fram hjá sér fara en hún fjallar um undirbúning og þátttöku bandaríska break-landsliðsins í samnefndri danskeppni. Fyrir utan góða sögu og skemmtilega tónlist þá eru hér sett á svið mörg stórkostleg dansatriði sem fá áhorfendur til að grípa andann á lofti. Josh Holloway leikur körfuknattleiksþjálfarann fyrrverandi, Jason Blake. Dag einn kemur til hans hip hop-mógúllinn Dante Graham sem biður hann að taka að sér þjálfun á bandaríska landsliðinu í breakdansi. Jason er í fyrstu ekkert voðalega hrifinn af hugmyndinni enda veit hann ekki mikið um dans, en lætur þó til leiðast þar sem Dante er sannfærður um að hann sé rétti maðurinn í hlutverkið. Aðeins þrír mánuðir eru til stefnu og þann tíma þarf Jason að nota til að koma þeim dönsurum sem vilja vera með í hinum endanlega 12 manna keppnishóp í toppþjálfun. Það gengur í fyrstu bæði upp og niður, en með aðstoð dansarans og danshöfundarins Stacy verður markmiðið raunhæft, enda er allt hægt ef viljinn er fyrir hendi og rétta keppnisskapið til staðar ...... minna


Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn