The Way, Way Back
2013
Frumsýnd: 7. ágúst 2013
We've All Been There.
103 MÍNEnska
84% Critics 68
/100 Duncan, 14 ára, er í sumarfríi með móður sinni og dramblátum kærasta hennar og dóttur hans. Duncan á erfitt með að passa inn og upplifir sig utangarðs. Hann eignast óvæntan vin í Water Wizz vatnaskemmtigarðinum, sem er starfsmaður garðsins. Myndin segir frá ungum dreng, Duncan (Liam James), sem fer með móður sinni (Toni Collette) og hinum hrokafulla, nýja... Lesa meira
Duncan, 14 ára, er í sumarfríi með móður sinni og dramblátum kærasta hennar og dóttur hans. Duncan á erfitt með að passa inn og upplifir sig utangarðs. Hann eignast óvæntan vin í Water Wizz vatnaskemmtigarðinum, sem er starfsmaður garðsins. Myndin segir frá ungum dreng, Duncan (Liam James), sem fer með móður sinni (Toni Collette) og hinum hrokafulla, nýja kærasta hennar, Trent (Steve Carell), í sumarfrí út á Þorskhöfða og lærir þar sitthvað nýtt um lífið og tilveruna. Eins og títt er um fólk á hans aldri glímir Duncan við dálitla tilvistarkreppu, sér ekki alveg hvar hann kemur inn í stóru myndina og glansar ekki beint af sjálfstrausti. Í þeim efnum fær hann líka litla aðstoð frá hinum fullorðnu, síst af öllu frá hinum yfirlætisfulla Trent sem er einkar laginn við að gera lítið úr honum. En þetta á allt eftir að breytast þegar Duncan kynnist hinum lífsglaða Owen (Sam Rockwell) sem er einn af umsjónarmönnum vinsæls skemmtigarðs í nágrenninu. Owen ákveður að taka Duncan undir sinn verndarvæng, kenna honum að lifa lífinu lifandi og vera óhræddur við að standa á sínu ...... minna