Náðu í appið
Bönnuð innan 16 áraMyndin getur valdið ótta hjá eða er ógnvekjandi fyrir ung börn

Dracula Untold 2014

Frumsýnd: 3. október 2014

Every Bloodline Has a Beginning / The Legend is Born.

92 MÍNEnska
Rotten tomatoes einkunn 25% Critics
The Movies database einkunn 40
/100

Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hugrekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimmum óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. Það kannast sennilega allir við söguna um Dracula greifa sem Bram Stoker skrifaði og gaf út árið 1897 en hún hefur allar götur síðan getið af sér ótal myndir og ýmsar... Lesa meira

Þegar Vlad Tepes kemst að því að kraftur hans og hugrekki nægir ekki til að vernda fjölskyldu hans fyrir grimmum óvinum ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir styrk sem dugar. Það kannast sennilega allir við söguna um Dracula greifa sem Bram Stoker skrifaði og gaf út árið 1897 en hún hefur allar götur síðan getið af sér ótal myndir og ýmsar hliðarsögur sem margar hverjar hafa notið mikilla vinsælda. Í þessari nýjustu mynd um þessa frægu sögupersónu er sagan sögð af því hvernig Dracula varð til og hvers vegna. Það er Luke Evans sem fer með aðalhlutverkið en hann leikur hér hinn hugrakka stríðsmann og prins, Vlad Tepes, sem er fremstur allra í vopnafimi og bardaga og gerir sitt til að verja heimaland sitt, Rúmeníu, gegn innrás Tyrkja og um leið vernda fjölskyldu sína, eiginkonuna Mirenu og ungan son þeirra. En styrkur tyrkneska innrásarhersins er of mikill og þegar Vlad sér fram á að geta ekki sigrað hann í orrustu ákveður hann að leita á forboðnar slóðir eftir þeim mætti sem dugar til sigurs. Þann kraft hefur hann heyrt að sé að finna hátt uppi í fjöllunum þar sem dularfullar og ógnvekjandi vættir búa. Þangað heldur Vlad og finnur að lokum það sem hann leitar að, en sá fundur á líka eftir að kosta hann hið mannlega líf ...... minna

Aðalleikarar

Skrifa gagnrýni
Senda inn

Tengdar fréttir

02.12.2020

Nýr Van Helsing í bígerð

Kvikmyndaverið Universal Pictures hefur ekki enn gefist upp á því að blása nýju lífi í sígilda skrímslasafn sitt (sem samanstendur af Drakúla, múmíunni, sköpun Frankensteins o.fl.) og þeirra tilheyrandi fígúrur. Á meðal þeirra er skepn...

06.04.2016

Cruise í Mummy - Fyrstu myndir!

Fyrsta myndin af Tom Cruise og Annabelle Wallis í nýju endurræsingunni af Mummy myndunum birtist í dag, en tökur eru hafnar í Oxford á Englandi. Ekki er vitað nákvæmlega hvað er í gangi á þessum myndum, en svo virðist...

08.01.2015

Mills og myrkrahöfðinginn í nýjum Myndum mánaðarins

Janúarhefti, og fyrsta eintak ársins 2015,  kvikmynda - og DVD/Blu-ray/VOD tímaritsins Myndir mánaðarins, 252. tölublað, er komið út, en eins og ávallt er blaðið sneisafullt af áhugaverðu efni í bland við kynningar...

Svipaðar myndir



Skrifa söguþráð
Fyrirsögn
Takk fyrir aðstoðina, þú ert stjarna.
Senda inn