Náðu í appið
Offender

Offender (2012)

"You do the crime. You do the time"

1 klst 42 mín2012

Þegar unnusta Tommys verður fyrir hrottalegri árás þjófa ákveður Tommy að taka málin í sínar hendur og fullnægja réttlætinu á sinn eigin hátt.

Deila:
Offender - Stikla
16 áraBönnuð innan 16 ára
Ástæða:OfbeldiOfbeldiBlótsyrðiBlótsyrði

Hvar má horfa

Leiga
Stöð 2

Söguþráður

Þegar unnusta Tommys verður fyrir hrottalegri árás þjófa ákveður Tommy að taka málin í sínar hendur og fullnægja réttlætinu á sinn eigin hátt. Offender er bresk spennumynd og frumraun bæði leikstjórans Rons Scalpello og leikarans Joes Cole sem þykir sýna snilldarleik í hlutverki Tommys sem telur sig ekki lengur hafa neinu að tapa. Tommy er ungur maður sem sér fram á góða tíma ásamt unnustu sinni, Kimberley. Þau eiga von á barni og hlakkar til að takast á við foreldrahlutverkið. En heimur þeirra splundrast þegar Kimberley verður óvart vitni að skartgriparáni. Þjófarnir vilja tryggja að hún segi ekki til þeirra og lemja hana svo illa að hún bæði missir hið ófædda barn og er flutt stórslösuð á sjúkrahús með varanlega áverka. Þjófarnir nást, en Tommy getur ekki sætt sig við að þeir fái bara stutta dóma fyrir verknað sinn og einsetur sér að útdeila réttlætinu á sinn eigin hátt ...

Aðalleikarar

Höfundar og leikstjórar

Ron Scalpello
Ron ScalpelloLeikstjórif. -0001

Aðrar myndir

Paul Van Carter
Paul Van CarterHandritshöfundurf. -0001

Gagnrýni notenda

Engar gagnrýnir ennþá. Vertu fyrstur til að skrifa gagnrýni!

Framleiðendur

Gunslinger
RDT Productions
IM GlobalUS