Íslensku kvikmyndirnar Börn og Mýrin eru tilnefndar til kvikmyndaverðlaunanna Norðurlandaráðs 2007 en tilkynnt var um tilnefningarnar í morgun.
Norrænu kvikmyndaverðlaunin nema 350.000 dönskum krónum eða jafnvirði 4.2 milljóna íslenskra króna eins og önnur verðlaun Norðurlandaráðs, bókmenntaverðlaunin, umhverfisverðlaunin og tónlistarverðlaunin. Kvikmyndaverðlaunin skiptast jafnt á milli handritshöfundar, leikstjóra og framleiðanda.
Í fyrra hlaut kvikmyndin Zozo verðlaunin. Þá skiptust verðlaunin milli Josef Fares handritshöfundar og leikstjóra Zozo og Anna Anthony framleiðanda kvikmyndarinnar.
Tilkynnt verður um hver hlýtur kvikmyndaverðlaunin þann 9. október og verðlaunin verða afhent á Norðurlandaráðsþinginu þann 31. október.
Fréttin er fengin af fréttavefnum www.mbl.is

