Warner Bros Pictures hafa ákveðið að hætta við að kalla næstu Terminator mynd því nafni sem hefur fylgt henni hingað til, en það er Terminator Salvation: The Future Begins.
Myndin verður með Christian Bale og Sam Worthington í aðalhlutverkum. Myndin mun gerast í framtíðinni þar sem stríð er á milli Skynet og mannkyns og mun eiga sér stað yfir 3 ára tímabil.
Warner Bros miðar við að myndin komi út 22.maí 2009, en það er ljóst að hugsuðir verða að hugsa ansi mikið um nýtt nafn.

