Írska Hollywood stjarnan Liam Neeson, sem í seinni tíð er einkum þekktur fyrir spennutrylla eins og Taken myndirnar, ætlar að vera á meðal framleiðanda myndarinnar A Mad and Wonderful Thing, sem byggð er á samnefndri bók, sem sögð er leita innblásturs í raunverulegan hryðjuverkamann.
The Guardian segir frá þessu.
Bókin, sem er eftir Mark Mulholland, er rómantískur tryllir þar sem sögumaður er leyniskytta í röðum írska lýðveldishersins, IRA.
Mulholland er sagður hafa fengið innblástur frá yngri bróður sínum, Darren, sem var dæmdur í 22 ára fangelsi þegar hann var aðeins 20 ára gamall, fyrir samsæri um að koma fyrir sprengjum í London. Darren Mulholland var einn af þremur Real IRA félögum, sem handteknir voru árið 1998, eftir tilraunir þeirra til að skaða Good Friday friðarsamkomulagið.
A Mad and Wonderful Thing kom út árið 2014, en Neeson kallaði söguna: „frábær: mjög innihaldsrík og hreyfir við manni.“
„Ég held að nógu langur tími hafi nú liðið frá Good Friday samkomulaginu til að segja sögu sem ættuð er úr höfði eins af aðalmönnum ástandsins ( The Troubles ). Að segja frá kostum og göllum átakanna, á frumlegan og spennandi hátt.“