Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Thin Red Line
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Léleg og langdregin mynd um stríð milli Bandaríkjamanna og Japana um eyjuna Guadalcanal undir lok seinni heimsstyrjaldarinnar. Þessi mynd er alltof löng og mætti stytta hana um helming og má í því sambandi nefna að í byrjun myndarinnar var aðalsögupersónan í einhverju þorpi og maður þurfti að horfa á það rugl í heilar fimmtán mínútur en þetta atriði tengdist myndinni ekki neitt. Leikstjórinn ágæti, Terrence Malick, reynir að laða áhorfendur að myndinni með því að auglýsa aragrúa af frægum leikurum en flestir þessir frægu leikarar leika aðeins í fáeinar sek. og finnst mér það hálfslappt. Myndatakan og tónlistin eru ágæt en það getur ekki bætt upp hvað myndin er léleg.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei