Gagnrýni eftir:
Rocky0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það er skemmtileg saga á bak við hvernig meistarverkið Rocky varð til. Það var þegar óþekktur leikari Sylvester Stallone fór að sjá bardaga milli Mohammad Ali og Chuck Wepner. Wepner var lítt þekttur boxari en kom mjög á óvart í bardaganum. Þá hafði þessi óþekkti leikari fengið hugmynd af kvikmynd og tók pennann í hönd og byrjaði að skrifa og þremur dögum síðar var til handrit af bestu mynd allra tíma að mínu mati.
Rocky segir frá underdog boxara (Rocky) sem hefur ekki getað sér neitt til frægðar sem boxari og vinnur sem handrukkari á milli bardaga. En meistarinn í þungavigt leikinn af Carl Weathers (sem að sást einnig í Happy Gilmore) er að leita sér að andstæðingi eftir að mótherji hans þurfti að hætta við að berjast. Þá sér hann nafnið Italian Stallion og hugsar með að nafnið eigi eftir að auglýsa bardagann vel. Rocky sem þá hafði verið rændur skápurinn sinn af þjálfaranum (leikinn snilldarlega af Burgess Meredith) sínum, Mikey, sem vildi láta einhvern sem að gæti eitthvað í boxi, tekur áskoruninni. Þegar hann hefur gert það, þá er Mickey tilbúin í tuskið. Svo með þrotlausum æfingum æfingum, sýnir Rocky áhorfendum fram á hvað er með vilja og metnaði og er svo kominn í þvílíkt form fyrir bardagann. En spurning er, Er Rocky nógu góður fyrir Creed?. Í myndinni kynnist Rocky ástinni Adrian(leikin af Talia Shire en hún lék einnig í Godfather myndunum þremur) sem að er mjög feimin og er fróðlegt að sjá hana og Rocky eiga samskipti. En lokabardaginn er flottasta atriði sem ég séð. Bardaginn er svo listalega vel leikinn og raunverulegur að maður er hreilega í sjokki eftir að hafa séð hann.
Að mínu mati er Rocky besta mynd sem gerð hefur verið og sýna þau þrjú óskarsverðlaun sem myndin fékk m.a. sem besta myndin vel hversu góð myndin er.
Stallone var tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besi leikari og fyrir besta handrit. Þar með varð hann þriðji maðurinn í sögu Óskarsverðlaunanna að vera tilnefdur í tveimur flokkum(fyrstu tveir voru Charlie Caplin og Orson Wellis).

