Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



In the Bedroom
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er SKELFILEG þunglyndis drama. Áður en ég tók þá hræðilegu ákvörðun um að fara á þessa mynd kom ég hér inná kvikmyndir.is og las greinar um hana. Ég fylltist sannfæringu um að myndin gæti komið á óvart og orðið skemmtileg tilbeyting frá betur markaðssettum kvikmyndum, en þessi sannfæring var tröðkuð niður með saurugum skóm þegar myndin byrjaði.


Ef einhver kemur hér á kvikmyndir.is í sömu erindagjörðum og ég var í, þá vona ég að hann sjái þessa grein mína og hverfist hugur, því ég er að gera honum STÓRAN greiða.


Ég ætla að vona að kvikmyndahús landsins ætli ekki að fara að taka það upp að bjóða uppá slíkan viðbjóð sem hér um ræðir. Þetta er ekki bara B-mynd, þetta er hræðileg B-mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei