Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Crossroads
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á Crossroads með vinkonum mínum aðallega til að gá hvernig hún væri og hvort þessi Britney Spears gæti nú eitthvað leikið! Myndin sjálf var alveg ágæt, góður söguþráður og gott handrit en halló Britney Spears er jafn léleg að leika eins og hún er að syngja! Hinar leikkonurnar voru hinsvegar afbragðs góðar! Við vinkonurnar skemmtum okkur nú samt vel og hlógum að fáránlegheitunum alla myndina jafnvel þegar það átti að vera afskaplega sorglegt atriði! Allavega þetta er alveg ágæt mynd ef þið eruð í algjöru spassakasti og getið hlegið af einfaldlega öllu! Ég gef henni 2 og hálfa stjörnu.


Takk fyrir
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei