Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Troy
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin er eins og stórar umbúðir..,utan um ekki neitt. Ljósu punktarnir eru hugsanlega sviðmyndir og búningar (umbúðir) en flest annað, hlutir eins og saga, handrit & persónusköpun (innihald!) virðast eiginlega bara hafa gleymst í allri vinnunni sem fór í umbúðirnar - og þar er Pitt folinn ekki undanskilinn; hefði kannski mátt eyða eitthvað af þessum frægu 6 mánuðum, sem fóru í kroppaþjálfun, í að finna einhvern karakter inn í kroppinn!

Talandi um leikara, þar standa eiginlega bara tveir fyrir einhverju sem getur með herkjum kallast persónusköpun, Bana og O'Toole (sem stelur léttilega hverjum ramma sem hann sést í - hvers vegna datt engum hann í hug í nýjan Dumbledore!?). Aðrir ráfa þarna um eins og vegalausar rollur og geta ekki einu sinni komið sér saman um hvernig hreim menn eiga að nota (pirraði mig alveg hrikalega að heyra bræður nota sinn hvorn hreiminn..og Pitt folinn, í hvaða mynd var hann eiginlega að leika, með sinn ýkt-ameríska alveg út úr korti!).

Ekki bætti svo að það litla sem gat heitið saga, var allt svo herfilega afbakað frá fyrirmyndinni, að aðra eins eyðileggingu og sögufölsun hef ég ekki séð síðan Mel Gibson nauðgaði bretum í Patriot! Gott & vel, ég skal svo sem skilja að menn lögðu ekki í að hafa Akkiles homma (hann er frændi minn, þvílíkur brandari!) en að láta eins og guðirnir hefðu ekkert með söguna að gera, er barasta helgispjöll, og hananú!

Sýnir bara enn & aftur: Ameríkanar ættu ekki að fá að gera epískar kvikmyndir, hvað þá eftir fornum sögum!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Harry Potter and the Prisoner of Azkaban
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Betri en númer 2, enda gerð eftir mun betri bók. Meiri peningur lagður í þessa en nokkru sinni fyrr - og það sést. Allt útlit og brellur algerlega fyrsta flokks, hæfilega töfrandi og/eða ógnvekjandi þar sem á við. Allra minnstu áhorfendurnir gætu samt orðið nokkuð skelfd á köflum, athugasemd f. foreldra að fara ekki með yngri en svona 7-8 ára á þessa í stóran bíósal heldur bíða eftir myndbandinu. Vitsugur eru ekkert grín!



Leikararnir farnir að sjóast, m.a.s. Dan er farinn að sýna tilþrif í aðalhlutverkinu (loksins!). Nýjar persónur ganga vel inn í dæmið, þó menn geti auðvitað endalaust deilt um hve vel útlit og hegðun passi við það sem við höfum í hausnum við lestur bókanna. Dumbledore hreinlega endurskapaður frá grunni, sem er illskárri kostur en reyna einhverja eftiröpun af R. Harris heitnum. Nýr leikstjóri hefur svo sitt að segja, sem blæs nýju lífi í seríuna án þess að gera neina afgerandi byltingu. Blandar virkilega vel saman veröld af töfrum, spennu og húmor (lúmskum á köflum, fínt fyrir hina eldri) svo úr verður hin allra besta skemmtun.



Ef ég ætti svo að reyna að finna einhvern galla við myndina, mætti nefna að myndin gerir algerlega ráð fyrir að maður hafi kynnst þessum heimi, er hreinræktuð framhaldsmynd í þeim skilningi - svo þið 3 sem vitið enn ekkert um Harry Potter, skuluð annað hvort lesa/sjá fyrri sögur eða bara halda áfram að sniðganga þennan heim og sjá eitthvað annað í bíó!



Skyldumæting fyrir alla HP lesendur. Ef þú ferð einu sinni á ári í bíó, farðu á þessa!!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei