Gagnrýni eftir:
The Ring0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hafði séð upprunalegu myndina(Ringu)og ákvað því að skella mér á þessa.
Hún byrjar svipað en fljótlega kemur í ljós að það er meira gert uppúr hrökkvi atriðum heldur en bara að gera mann alveg sturlaðan af hræðslu eins og sú upprunalega, þrátt fyrir það er þetta fín skemmtun og á Gore Verbinski hrós skilið fyrir að skila best heppnuðu endurgerð sem komið hefur frá Hollywood.
Flestir leikarar standasig mjög vel og þá helst sá sem leikur son Rachel(Naomi Watts).
Vel heppnuð endurgerð en kemst bara með tærnar þar sem orginalinn hefur hælana.
Signs0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég verð að segja að ég var soldið tvístígandi áður en ég sá myndina. Shyamalan hafði áður gert snilldina The Sixth Sense og seinna unbreakable sem að ég hef heyrt að væri ekki neitt rosalega góð, en það breyttist allt því ég hef aldrei verið jafn spenntur í bíó.
Mel Gibson stendur sig vel eins og oftast sem og Joaquin Pheonix, en Shyamalan kann sko líka að velja börn í hlutverk og verð ég að segja að Abigail Breslin sem leikur fimm ára dóttur Gibson´s og má þess geta að þetta er hennar fyrsta mynd.
Ég mæli eindregið með því að allir sjái þessa snilldar mynd.

