Gagnrýni eftir:
Enemy at the Gates0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég hef aldrei verið neitt mikið fyrir stríðsmyndir og fór því með hálfum huga á Enemyu at the Gates. Ég sé ekki eftir því. Þetta var mjög fín mynd sem hélt athygli minni allann tímann, og það get ég ekki sagt um allar stríðsmyndir. Leikurinn var fínn, sérstaklega hjá Jude Law. Aldrei þessu vant eru bandaríkjamenn ekki í aðal hetju hlutverkinu, og það er stór plús. Það er spurning um það hversu margar stríðsmyndir þeir gera gert án þess að fara að endurtaka sig. Allavega mæli ég með þessari mynd, líka við þá sem eru ekki fyrir stríðsmyndir.
Finding Forrester0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég mæli með þessari mynd fyrir þá sem kunna að meta góðar myndir með engum blóðsúthellingum og hasar heldur bara skemmtilegri sögu, góðum húmor og mjög góðum leik. Sniðug hugmynd sem er listavel útfærð og leikararnir standa sig með prýði. Ég hef alltaf verið aðdándi Connery, og hérna er hann í essinu sínu. Rob Brown fer lika mjög vel með sitt hlutverk og saman gera þeir myndina alveg meirihátar.
Englar alheimsins0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég bjóst við miklu þegar ég fór á þessa mynd, og varð alls ekki fyrir vonbrigðum. Þetta er án efa ein albesta Íslenka mynd sem gerð hefur verið. Frammistaða Ingvars Sigurðarsonar er alveg hreint frábær, og aðrir leikarar myndarinnar, þá sérstaklega Björn Jörundur skila sýnum hlutverkum mjög vel. En það sem mér fannst eina best við þessa mynd var tónlistin, alveg hrein snilld. Ég gef þessari mynd hiklaust þrjár og hálfa stjörnu, það hefði verið hægt að fara yfir meira efni í myndinni en annars er hún mjög vel gerð.
The Matrix0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Þetta tel ég að sé einhver sú besta mynd með Keanu Reeves sem ég hef séð. Reyndar var Speed líka góð á sínum tíma. En þessi mynd kom mér sjálfum virkilega á óvart, þvílík snilld. Sem dæmi um tæknibrelllur; allt þyrluatriðið, byssuatriðið við verðina og margt, margt fleira. Ég hvet alla sem hafa smekk fyrir góðum leik og ekki síst, yfirgengilega flottum tæknibrellum að sjá þessa mynd.
Life is Beautiful0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég vissi ekki við hverju ég átti að búast þegar ég horfði á þessa mynd á video fyrir stuttu síðan, en ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Þessi mynd er algjör snilld og ég leyfi mér að fullyrða að þetta er ein af bestu myndum kvikmyndasögunnar, hvernig Roberto Benigni tekst að sannfæra son sinn um að útrýmingabúðir nasistana séu bara leikur um að fá sem flest stig. Ég sé mikið eftir því að hafa ekki farið á þessa mynd í bíói. Þessi mynd er alveg frábær! "One to watch". Ekki láta hana framhjá ykkur fara.

