Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Duplex
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég verð að segja að Duplex er öðruvísi en ég bjóst við, en alls ekki verri, reyndar betri!

Myndin er um ung hjón, nýbyrjuð að ganga tröppur lífsins. Þau flytja inn í notalegt duplex í Brooklyn, með gamla konu á efri hæðinni! Gamla konan hafði nefnilega átt heima þarna mjög lengi og var ekki á leiðinni að flytja út.

Ungu hjónin sætta sig að lokum við þetta, eftir mikinn vafa, og ákveða að barnið þeirra (sem þau hafa ekki átt enn, ekki einu sinni búið til) muni spjara sig ágætlega með gömlu konuna uppi.

Ekki líður á löngu, þar sú gamla fer að fara í hjónanna fínustu með allskonar óskum um að lagnirnar hjá henni verði lagaðar, sorpið tekið út (ekki jafn auðvelt og það hljómar) og ýmislegt fleira.

Myndin væri nú ekki, ef ekki til allrar ólukkunnar á meðan þessu stendur, kæmi. Sem dæmi; að finna nærbuxur fyrir slysni í rusli þeirrar gömlu og verða ranglega ásakaður um pervertaskap oftar en einu sinni. Brátt fer þetta svo mikið í þau ungu að þau fara að gera róttæk plön um að koma þeirri gömlu burtu, en það reynist hægara sagt en gert.

Mér fannst þessi mynd algjört æði. Ef þú ert að leita að góðri mynd, ekkert vera að spá sérstaklega í þessari. Ef þú ert að leita að skemmtilegri mister-bín mynd, sjáðu þessa!

Allir leikararnir standa sig geysilega vel; Ben Stiller og Drew Barrymore passa yndislega vel sem ungu hjónin, og Eileen Essel er mjög skemmtileg sem sú gamla, hún leikur ekki hlutverk sem krefst mikilla leikhæfileika, en hefur það sem þarf.

Ekki vonast eftir góðri mynd, vonist eftir æðislega skemmtilegri mynd.

Takk fyrir mig, Einar.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei