Gagnrýni eftir:
Veronica Guerin0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hér er á ferðinni sannsöguleg mynd um blaðakonuna Veronicu Guerin sem varð að píslarvætti í baráttu sinni gegn eiturlyfjasölu á Írlandi.
Nú fór ég á þessa mynd án þess að vita nokkuð annað en það að Joel Schumacher, Jerry Bruckheimer og Cate Blanchett kæmu að henni... og það er nú eitthvað sem gæti heillað marga. Til að gera langa sögu stutta olli þessi mynd mér einhverjum þeim mestu vonbrygðum sem ég hef orðið fyrir í kvikmyndahúsi. Í fyrsta lagi er ofkeyrt á dramanu strax í byrjun myndarinnar þar sem börn leika sér með sprautunálar með sorglega tónlist í bakgrunninum. Í öðru lagi er persónusköpun myndarinnar ótrúlega grunn og það vottaði ekki einu sinni fyrir samúð hjá mér, hvorki með Cate né öðrum. OK, sumir hugsa: við hverju bjóstu af Jerry Bruckheimer!!?? Jah, ég bjóst nú allavega við smá spennu eða einhverju til þess að gleðja augað.
En nei, þessi mynd er svo dauð og yfirborðskend að ég hef sjaldan séð annað eins. Veronica Guerin mynnti mig einna helst á meðal Taggart mynd sem sýnd er í ríkissjónvarpinu á þriðjudagskvöldi.
Ég mæli því eindregið með því að þið forðist þessa mynd, nema þá kanski ef þú ert Írskur ríkisborgari sem hefur fylgst spenntur með þessu máli öllu saman frá upphafi. Hálfa stjörnu fær myndin fyrir atriðið þar sem Veronica er barin í klessu og heila í viðbót fyrir endinn, sem ég var farinn að þrá að sjá vegna leiðinda og einkar pirrandi túlkunnar Cate Blanchett á Veronicu Guerin.

