Gagnrýni eftir:
Elf0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Elf er ein allra besta jólamynd sem hægt er að finna, Will Ferrel fer hreinlega á kostum og sannar með þessari mynd að hann er einn allra fremsti grínleikari heimsins í dag. Myndin er fyrir alla aldurshópa. Það er líklega helst að gelgjum finnist þessi mynd of barnaleg fyrir þeirra smekk, en myndin er bara hreint út sagt sprenghlægileg hvort sem þú ert 10 ára eða 30 ára. Ég mæli hiklaust með þessari mynd og gef henni fullt hús! Ég vona bara að Will Ferrel eigi eftir að leika í fullt af myndum í framtíðinni!

