Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Interview with the Vampire: The Vampire Chronicles
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sem mikil Anne Rice aðdáandi var ég með miklar væntingar til þessarar myndar og stóðst hún þær væntingar nokkurn veginn. Góð myndataka,flottar tæknibrellur og ágætis leikur setur myndina í flokk sem mjög fáar hrillings/spennumyndir komast í þ. e. a. s. að vera teknar nokkuð alvarlega.Það eina sem ég var ósáttur með var Tom Cruse sem mér fannst ekki passa í hlutverk Lestat. Lestat á að vera mjög hávaxin með heyðblá augu og mikin þokka........ ég sá lítin asnalegan náunga með litað hár og engan þokka en ég lét það ekki skemma fyrir myndinni sem er yfir heildina mjög góð og skyldu áhorf fyrir alla þá sem hafa áhuga á góðum hryllings/spennumyndum.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei