Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Það eru allir á undan mér búnir að segja það sem segja þarf, en ég varð bara að undirstrika þetta. Þessi mynd er mögnuð !! Þegar myndin endaði varð ég svekkt og vildi ekki trúa ´því að þessu væri lokið. Sean Austin var æði í hlutverki Sam og má segja að ég hafi orðið soldið skotin í þessum krúttlingi, snilldar mynd, Ian McKellan alger sjarmör og reddari. Þessi mynd fær fullt hús hjá mér !!!!
Kaldaljós0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Æðisleg mynd, dramatísk, falleg, raunveruleg.
Frábær tónlist, ein sú besta íslenska mynd sem ég hef séð í langan tíma.
The Matrix Revolutions0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábær skemmtun, ég hefði reyndar átt að vera nýbúin að horfa á nr 2 áður en ég fór í bíó því í byrjun var þetta soldið ryðgað í hausnum á mér, en samt sem áður, þetta var frábær mynd, leikurinn góður, frábærar brellur, frábær tónlist, hreinlega vel unnin mynd í alla staði. Ég var soldið hrædd um að söguþráðurinn myndi fara í einhverja vitleysu í lokamyndinni, en svo var ekki, þetta meikaði allt sens og enginn feill gerður. Svo er þetta líka á sinn hátt falleg ástarsaga. Ég gef þrjár og hálfa stjörnu fyrir góða afþreyjingu og góðan hasar.

