Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Dreamcatcher
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég var ekki með neitt rosalegar væntingar fyrir þessa mynd en samt fannst mér hún bara fara rosalega í taugarnar á mér.

Ég las bókina fyrir nokkrum mánuðum og er hún mjög góð, allt annað en myndin.

Það var alveg fáránlegt hvernig mikið var rifið úr samhengi og það var eins og handritshöfundurinn ( William Goldman sem er snillingur) höfðu ekki einu sinni lesið bókina.

Það vantaði skemmtilegar persónur eins og Freddy Johnson og Archie Pearlmutter sem skiptu mjög miklu máli í söguþræði bókarinnar. Það vantaði líka það að Mr.Gray var ekkert einhver risageimvera heldur bara efni í kollinum á Jonesy (Damian Lewis). Það var asnalegt að sleppa hlutanum þegar Mr.Gray hugleiddi það að búa bara í kollinum á Jonesy og lifa góðu mennsku lífi, hvað honum fannst beikonið gott og hvernig tilfinning honum fannst að drepa fólk. Í myndinni át hann fólkið en í bókinni stjórnaði hann vilja fólksins og lét það drepa sjálfan sig eins og að berja hausnum á sér í vegg eða stinga blýant inn í augað á sér eins og var í bókinni.

Þessi mynd fór bara rosalega í taugarnar á mér, þetta er góð hugmynd en bara fáránlega sett fram á tjaldið.















Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei