Gagnrýni eftir:
Bridget Jones's Diary0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Hvaða gamla klisja er þetta um stelpumyndir. Myndin Bridget Jones er svo sannarlega ekkert nein stelpumynd frekar en nein önnur, hún er frábærlega skemmtileg og skilur eftir góða tilfinningu á sálinni, hver þarf ekki á slíku að halda í dag, og þá bæði konur og menn. Karlmenn hafa gott af smá rómantík öðru hverju og Bridget er hæfilega sæt fyrir okkur öll, hún nær því að líkjast raunveruleikanum eins vel og hægt er í Hollywood, svolítið lík Muriels Wedding, samt ekki alveg eins og fær mann til að hlæja alveg heiftarlega. Minn maður sem er ekkert alltof opinn, átti oft erfitt með að halda niðri hlátrinum og viðurkenndi fúslega eftir á að myndin hefði verið þrælgóð. Sumir höfðu áhyggjur af því að myndin myndi klúðra hinni stórgóðu bók, en ég er ekki þeirrar skoðunar, mér fannst jafnvel myndin halda manni betur við efnið og gefa heildstæðari mynd af persónunni Bridget Jones, allavega strákar, pabba, afar og eiginmenn skellið ykkur bara með saumaklúbbnum og farið brosandi í vinnuna daginn eftir.

