Gagnrýni eftir:
The Virgin Suicides0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eftir að hafa séð Virgin Suicides verð ég að segja að hún er ein eftirminnilegasta mynd sem ég hef séð. Ég las bókina fyrir rúmu hálfu ári síðan og (því miður eins og oft vill gerast með kvikmyndir sem gerðar eru eftir bókum) bjóst við að myndin gæti ekki mögulega haft jafn djúpstæð áhrif á mig og bókin gerði. Það gerði hún nú samt. Í stuttu máli segir myndin af dætrum Lisbon hjónanna (eins og þið hafið vafalaust lesið í greinum hér fyrir ofan) sem búa í fallegu, friðsælu úthverfi eitthverstaðar í bandaríkjunum og hvernig þau reyna að skapa fullkominn heim fyrir dætur sínar innan heimilisveggjanna. En umhyggja og ofverndum foreldrana virðist hafa þveröfug áhrif svo að fegurð og sakleysi dætranna fimm virðist leysast upp í tómleika og þunglyndi. Myndin rennur rólega og hægt í gegn án sérstakra hápunkta sem gerir hana kannski erfiða í áhorfun en skilur engu að síður eftir sig djúp för í hugum þeirra sem sjá hana. Semsagt, yndisleg mynd sem er vel er þess virði að sjá.

