Gagnrýni eftir:
Dude, Where's My Car?0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Heiladauði! Jamms heiladauði er rétta orðið yfir myndina Dude, Where´s my Car. Ágætis og ljúfur heiladauði engu að síður. Myndin fjallar um í örstuttu máli um tvo beztu vini, þá Chester og Jesse sem leiknir eru af Seann William Scott og Ashton Kutcher. Chester og Jesse vakna morguninn eftir jamm og muna hreinlega ekkert í sinn haus hvað gerðist kvöldið áður. Bíllinn er horfinn (eins og titillinn gefur eiginlega til kynna), hellingur af fallegu kvenfólki eltir þá á röndum, undarleg tæki skjóta upp kollinum, undarlegir menn frá Noregi!, og svo videre. Þetta er ágætis dellu grínmynd þar sem maður hlær af bröndurunum eiginlega bara vegna þess hversu vitlausir þeir eru. Þessi mynd skilur ekkert eftir sig (sem er gott) og maður þarf akkúrat ekkert að hugsa. Ágætis afþreying... Reynið bara að fá hana á fríspólu. Góðar stundir

