Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Unbreakable
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Unbreakable er önnur mynd M. Night Shyamalan, sem gerði The Sixth Sense og það er alveg víst að Shyamalan er einn besti og frumlegasti kvikmyndaleikstjóri bíómyndasögunnar. Honum tekst að gera það sem hann gerði með sixth sense en bara miklu MIKLU betur. Ég var ekki eins hrifinn af Sixth Sense og flestir en skildi hvað Shyamalan var að reyna að gera og það má segja að honum hafi tekist það með þessari mynd. Myndatakan er sú allra flottasta sem ég hef séð mjög lengi, og nær oft að sína marga hluti í einu sem er gaman að fylgjast með en heldur alltaf einhverju einu í fókus til að halda manni við efnið. Willis leikur David Dunn, sem einn lifir af lestarslys og kemst því að ýmsu nýju um sjálfann sig með hjálp Elijah Price, leikinn af Jackson. Sagan í sjálfu sér er ekkert meistarastykki og hefur sína galla og ég ætla ekkert að fara nánar útí hana og því get ég skylið þá sem voru fyrir vonbrigðum með þessa mynd en þau hafa farið á þessa mynd með vitlausu hugarfari. Tilgangur myndarinnar er nefnilega ekki að segja þér sögu eða sína þér tæknibrellur og ótrúlega bardaga eins og með flestar myndir nú til dags heldur frekar að að leyfa þér að upplifa nýja kvikmyndareynslu og matar sífellt í þig nýjar tilfinningar og reynslur sem fá mann til að finnast maður vera hluti af myndinni. Ég hef sjaldan gengið út af mynd jafn sáttur með það sem ég var að sjá. Ég mæli með þessari mynd til allra sem eru orðnir örlítið þreyttir á sömu klisjunum og þrá eitthvað nýtt, eins og ég áður enn ég sá þessa mynd :)
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei