Gagnrýni eftir:
Once0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Útgáfa á íslandi ? Er það rétt skilið hjá mér að þessi mynd sé ekki komin út á íslandi ?
Er búinn að grenslast svolítið fyrir og mér sýnist að þessi óskarsverðlaunamynd hafi aldrei komið á klakann, ....af hverju ? Þessi mynd er búin að fá fjölda verðlauna og er í sæti 220 á lista imdb.com yfir 500 bestu mynda allra tíma.
Hún var að koma út á DVD í janúar í usa.
...eða kanski er ég bara að gera mig að fífli og myndin er á leiðinni hingað, vona bara að sjá hana sem fyrst hérna.
Edward Scissorhands0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég er að skrifa umfjöllun á þessari síðu í fyrsta sinn svo ekkert vera að hneykslast mikið yfir hversu léleg hún er.
Edward Scissorhands fjallar lauslega um dreng (Jhonny Depp) sem er með skæri í stað handa og verður ástfanginn stúlku (Wiona Ryder). Ég vill ekkert segja meir um söguþráðinn af því að því minna sem maður veit um söguþráðinn fyrir myndina (þessa mynd ekki allar) því betri er hún. Það er eitt við þessa mynd, og bara flestar myndir Tim Burton's, er að hún heldur manni allann tímann, maður er alveg fastur við myndina og maður ekkert mikið að tala við aðra á meðan myndinni stendur. Svo er leikur Jhonny Depp's alveg frábær, hann segir ekki mikið en bara svipbrigðin lýsa svo gjörsamlega líðan Edward's. Hún er líka algjör fjölskyldumynd, jafnt börn og fullorðnir hafa mikið gaman af henni og ég meina það ! Edward Scissorhands töfraði mig uppúr skónum og það er á hreinu að hún fer í DVD safnið mitt.
Ég vona að greinin sé ekki algjör hörmung, takk fyrir mig.

