Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Daredevil
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Ég fór á daredevil með miklar væntingar í huga, en verð samt að segja að ég varð fyrir smá vonbrigðum. Fyrst og fremst vil ég segja að þetta er ótrúlega flott mynd, flott myndataka, svolítið drungaleg sviðsmynd, frábærir karakterar, en samt hefði mátt gera svo miklu meira úr handritinu. Þarna stranda bandaríkjamenn enn og aftur á því mikilvægasta að mér finnst, gott handrit. Þeir einblína um of á ytra lúkkið svo að myndin gleymist allt of fljótt. Því það er handritið sem fær mann til að muna eftir mynd, finnst mér allavega. Fyrri hlutinn er góður, þegar er sagt frá barnæsku daredevil og hvernig hann varð eins og hann er, en seinni parturinn er eins einfaldur og getur verið, drepa vonda kallinn, og snýst myndin aðalega um það. Samt er gaman að sjá þessa mynd, ef þú ert í stuði fyrir smá action og ekkert alltof djúpur.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei