Gagnrýni eftir:
The Lord of the Rings: The Return of the King0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Þessi mynd er toppurinn á kvikmyndasögunni, er með allt sem kvikmyndir þarfnast. Peter Jackson er algjör snillingur að hafa náð að koma þessu snilldarverki J.R.R. Tolkiens yfir á hvíta tjaldið. Frábær mynd í alla staði, frábær leikstjórn hjá Peter Jackson og þykir mér skrýtið ef hann fær ekki óskarinn fyrir þetta, síðan er náttúrulega leikurinn hjá Elijah Wood(Frodo), Sean Astin(Sam), Ian McKellen(Gandalf), Viggo Mortensen(Aragorn) og svo auðvitað Andy Serkis(Gollum) og þykir mér skrýtið ef Andy Serkis eða Elijah Wood fá ekki óskarinn fyrir leik sinn algjör snilld sko. Byrjunaratriðið er mjög sérstakt og varð ég mjög hissa þegar ég sá það. Ég er bæði glaður og sorgmæddur í senn, glaður yfir hve vel Peter Jackson náði að koma þessu meistarastykki á hvíta tjaldið og sorgmæddur yfir því að nú er þetta allt búið enginn mynd eftir ár. Peter Jackson hefur verið að hugsa um að kvikmynda Hobbitann og ætla ég að vona að svo verði enda treysti ég ekki neinum öðrum til að sjá um hana. Myndin er semsagt góð í alla staði en nóg um það. Frodo, Sam og Gollum halda enn ferð sinni áfram til Mordor til að eyða Hringnum eina í Mound Doom á meðan berjast Gandalf, Aragorn, Legolas, Gimli, Pípinn og Kátur fyrir Gondor. Aragorn, Legolas og Gimli fara inn á Paths of Dead og reynir Aragorn þá að fá hina liðnu til liðs við sig vegna þess að hinur liðnu gerðu samning um að hjálpa bara hinum rétta konung Gondors. Það er smá húmor í þessari mynd eins og hinum tveimur(Fellowship of the Ring og The Two Towers) til að brjóta upp spennuna í áhorfendum sem mér finnst mjög vel gert hjá Peter Jackson. Þessi mynd, Return of the King, er miklu dýpri en hinar tvær og miklu dramatískari. Hárin rísa á líkama þínum svona 10 sinnum í myndinni og það skilja þeir sem eru búnir að sjá myndina hvað ég á við. Mér finnst Return of the King án nokkurs efa besta mynd allra tíma og verður hún seint sleginn. Mér finnst FOTR og TTT mjög góðar myndir og þær eru tvær af mínum uppáhaldsmyndum en Return of the King toppar þær og ef ROTK fær ekki að minnsta kosti 10 óskarsverðlaun þá hætti ég nú að taka mark á akademíunni, yndin ætti að fá óskar fyrir: Besti leikari í aðalhlutverki, Besti leikari í aukahlutverki, Besta leikkona í aukahlutverki, búningahönnun, leikstjórn, besti klippari, tónlist, hljóð, hljóðklipping, handrit og auðvitað besta mynd líka. Í þessari mynd er bókinni fylgt miklu meira eftir en hinum tveimur þú heyrir margar setningar sem voru í bókinni í myndinni sem er mjög gaman fyrir þá sem hafa lesið bækurnar. Það var mjög lítið um álfamál í þessari mynd miðað við hinar tvær. Myndin er 3 tímar og 21 mínúta og fer enginn mínúta til spillis allt mjög vel gert og mig hlakkar ekkert smá til þegar Extented cut af ROTK kemur út og hef heyrt sumstaðar að extented cut verði 4 og hálfur tími sem yrði mjög fróðlegt að sjá. Ég er alveg dolfallinn yfir þessari mynd og mig hlakkar einnig til ef Peter Jackson ætlar að búa til Hobbitann sem er mjög skemmtileg bók en ekki nærri jafnstór og Hringadróttinssaga. Mér finnst það algjör synd að Cristopher Lee og kom ekkert fram í myndinni og ekkert heldur um Héraðshreinsun og ætla ég að vona að það komi bara á extented cut í nóvember á næsta ári. Þessi mynd fær fimm stjörnur af fjórum mögulegum hjá mér og er þetta besta mynd sem ég hef séð á ævi minni.
Gangs of New York0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Myndin gerist á árunum 1846-1863 og fjallar um Amsterdam Vallon (Leonardo DiCaprio). Myndin byrjar á því að “dauðu kanínurnar” berjast við “innfædda”, foringi dauðu kanínanna er Priest Vallon (Liam Nesson) sem er líka faðir Amsterdams og foringi innfæddra er Bill the Butcher eða Bill slátrari leikinn af Daniel Day-Lewis það verður blóðbað og Priest Vallon deyr og innfæddir vinna. Amsterdam horfði á öll slagsmálin og verður síðan tekinn sem fangi og var í unglingafangelsi í 17 ár þegar hann losnar úr fangelsinu sver hann að hann ætli að hefna föður síns og hittir strax þegar hann er kominn úr fangelsinu vin sinn sem reyndi að hjálpa honum að flýja þegar faðir hans dó. Bill slátrari ræður yfir allri New York borg og hjálpar stjórnarmönnum eins og Tweed að fá atkvæði í að verða forseti, síðan byrjar hasarinn. Amsterdam hittir Bill á bar og reynir Amsterdam að komast í mjúkinn hjá honum til að drepa hann seinna. Hann, Amsterdam, hittir stelpu sem er mjög slunginn vasaþjófur og verður hrifinn af henni eins og vinur sinn og segir þá svokallaði vinur hans Bill frá hver Amsterdam væri í raun og veru og verður Bill þá mjög reiður og lætur hann líta út eins og frík eftir að hann lamdi hann í klessu. Stofnaði þá Amsterdam klíku með írskum mönnum til þess að berjast við klíku Bills. Amsterdam bjargaði einu sinni vinu sínum í myndinni og drap hann seinna eftir að hann var búinn að segja hver Amsterdam væri. Það fara allir að ráðast á svertingja og drepa þá og ræna búðum þegar öllum búðunum var lokað vegna bardaga á milli klíku Amsterdams og Bills. Héraðslöggan í New York sprengir flest alla sem eru í báðum klíkunum til þess að reyna að láta þá hætta við. Bill og Amsterdam lifa enn Amsterdam kemur síðan og stingur Bill á hol og deyr hann þá. Þetta var nokkuð fyrirsjáanleg mynd en snilldarleg mynd þrátt fyrir það. Frábær leikstjórn af hálfu Martin Scorsese og snilldarlegur leikur DiCabrios og Daniel Day-Lewis gerði myndina að algjöru meistaraverki.

