Gagnrýni eftir:
Crash0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Ég var að hugsa um það um daginn hvað það eru fáar myndir nú til dags sem skilja eitthvað eftir sig. Síðan fór ég á Crash...
Í stuttu máli þá fjallar myndin um lífið og hvað gerist þegar fólki lendir saman undir ýmsum kringumstæðum. Það er óþarfi að fara nánar út í söguþráðinn hérna og satt að segja held ég að það sé betra að vita lítið um myndina áður en þú sérð hana. Allt við þessa mynd finnst mér vera flott. Í henni eru góðir leikarar sem skila sínu verki vel af sér, frábært handrit, gott lagaval og nánast öll atriðin í myndinni finnst mér vera góð og þar af eru nokkur svo áhrifamikil að það mætti kalla þau sigur kvikmyndanna.
Ég hvet þá sem kunna að meta góðar myndir til þess að láta þessa ekki framhjá sér fara!

