Gagnrýni eftir:
The Dark Knight0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Why so serious? 
Vá er það sem ég hugsaði þegar að ég fór af þessari mynd...
Þetta er MEISTARAVERK! Þegar ég horfði á Batman myndirnar fyrst þá fannst mér Batman Returns flottust því að hún var jú svo myrk og flott og töff.... Enn þegar Joel Schumacher kom með geirvörtubúningana sína og asnaskap þá varð ég fucking pist off! Þá hélt ég að ekki væri hægt að bjarga Batman seríunni... svo kom Batman Begins þá hugsaði ég með mér okey þetta er svosem fín mynd enn ég var ekki ánægður þrátt fyrir það. Svo kemur þetta Meistaraverk! Þessi mynd stóðst allar mínar væntingar hún hefur allt sem flott mynd þarf... húmor,brjálaðaspennu,töffaraskap og náttúrulega Batman og ég ætla að byrja að tala um leikarana sem stóðu upp úr hjá mér. Það var Aaron Eckhart sem að lék Two-Face/Harvey Dent og hann lék Harvey dent mjög vel og var bara góði gæjinn enn svo varð svo mikil umbreyting á honum að ég hugsaði bara með mér Holy shit! Hann varð alveg kolruglaður þegar að hann breyttist og það fannst mér mjög vel gert hjá honum. Svo var það stjarna myndarinnar Heath Ledger hann var svo mikl meira enn Stand-out hann var eiginlega sá sem hélt myndinni uppi með brjálæði,spennu,rugluðum húmor og núna halda öruglega margir sem að eru að lesa þetta að ég sé að segja þetta því að hann er dauður enn nei, HANN NELGDI ÞETTA HLUTVERK! Ef hann væri ekki dauður þá fengi hann hlutverkin í hendurnar eftir þetta. Enn já þessi mynd er MUST fyrir ja..... ALLA! Þessi mynd á eftir að lifa lengi enda er hún algjört MASTERPIECE og ekki vera að hugsa að hún sé of löng.. so What! Hún er aldrei leiðinleg. Frábær mynd sem að er svo miklu meira enn ofurhetju mynd!
Hellboy II: The Golden Army0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Frábærlega skemmtileg 
Fór á þessa mynd með miklar væntingar og þær stóðust!
Hellboy 2 er allt sem að maður getur óskað sér í ævintýra mynd ( að mínu mati) Frábær spenna,Geðveikur húmor, flottar brellur og bara allur pakkinn! Núna er ég algjörlega orðinn dyggur aðdáandi Hellboy myndanna og ég vona að Guilermo del Toro ljúki þríleiknum með stæl. Þannig að þetta er mynd sem að er MUST fyrir Hellboy aðdáendur, og aðdáendur ævintýramynda algjörlega frábær!

