Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Enemy at the Gates
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Fyrir þá sem hafa gaman af stríðsmyndum og sérstaklega seinni heimstyrjaldar þá er Enemy at the Gates ágætis afþreying. Borgin er svo sundurtætt að sviðsmyndin stenst og bardagaatriðin raunhæf. Það t.d. að senda aðeins annan hvorn mann vopnaðan í áhlaup gerðist samkvæmt sögubókum. Styrkur myndarinnar er að hún fjallar um rússa og þeirra þátt í stríðinu og færir okkur nýjan sjónarhól. Leiniskytturnar Vassili og Koning voru meira að segja til. Nóg er af peningum í myndinni þannig að tæknileg úrvinnsla er fín. En þar komum við að meigin galla hennar, þetta er dýrasta mynd sem gerð hefur verið í Evrópu og til að fá þá peninga tilbaka þá reynir hún að þóknast öllum og það er ekki gott, jaðarsögunar sem sýna eiga mannlega þáttinn í bakgrunni þessa grimmdar stríðs eru hálfslappar og jafnvel leiðinlegar. Leikur er misjafn, Hoskins topp maður og skilar sínu vel. Ed Harris líka, hlutverk hans er ekki illmennis heldur atvinnuhermanns sem vill til að er óvinurinn. Jude Law er í lagi en ég á svolítið bágt með breta í hlutverkum rússa, þeir eru einhvern vegin alltaf þessir mjúku, vannærðu bretar og ekkert líkir rússum sem að ég hef hitt í lifanda lífi.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei