Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



The Dark Knight
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Besta mynd 21 aldarinnar
Mér finnst þessi mynd vera hrein og klár 10, klárlega besta mynd sem er komin í ár og líka besta mynd sem komið hefur út á seinustu árum! allt fullkomið við hana, handrit, leikur, sviðsettning, bara allt! Heath Ledger er ótrúlegur!! hef aldrei séð annað eins, jack nicholson eins og rækja í samanburði við heath í þessu hlutverki! allar hreyfingar, öll hljóð, bara allt! Christian Bale fer einnig á kostum í þessari mynd og nær að túlka þessa persónu frábærlega! Aaron Eckhart er einnig mjög góður en mér finnst 2face ekki komast í hálfkvist við hinar persónurnar í þessari mynd. Gary Oldman er alltaf góður og hefur verið í miklu uppáhaldi hjá mér síðan ég sá leon. söguþráðurinn er frábær allt plot er magnað en það sem stendur uppúr að mínu mati er leikur Heath Ledger, klárlega 10 fyrir þessa mynd! mæli með að allir ungir sem aldnir, háir sem lágir, feitir sem mjóir! sjái sér færst að fara á þessa mynd!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei