Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Einstaklega fallegt og skemmtilegt ævintýri fyrir börn á öllum aldri (frá 2-99). Þarna fáum við að kynnast því hvernig Anakin Skywalker kynntist Jedi-reglunni í gegnum hinn virta Jedi-Meistara Qui Gon Jinn. Einnig fáum við að kynnast því hvernig hið illa byrjar að festa rætur í þessum líflega ævintýraheimi. Tilgangur þessarar myndar er greinilega aðallega sá að kynna okkur fyrir því hvernig þetta byrjaði allt. Hvaðan Darth Vader kom. Í hvaða stöðu Palpatin var í upphafi. Hvernig Lýðveldið byrjaði að spillast. Mér sýnist myndinn öll vera einstaklega vel unnin að undanskildu Screen playinu, sem hefði mátt vera aðeins betur skipulagt. Þá er ég að tala um að senurnar voru ekki nægilega mikið splittaðar. T.d. þegar eitthvað var að gerast á stað A þá var nánast ekkert að gerast á stað B. Sú splittun kom allt of seint þegar hún kom. Við vorum nánast með sama fólkinu alla myndina. Með aðeins meiri fjölbreytni hefði hún náð 4 stjörnum hjá mér. May the force be with you.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei
Star Wars: Attack of the Clones
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Sælir gagnrýnendur, bíóunnendur og aðrir kvikmyndagestir!


Annar kafli Star Wars sögunnar er kominn út og að mínu mati er þetta sá lang besti. Handritið er gífurlega sterkt og fáum við núna virkilega að kynnast undirrót alls hins illa í vetrarbrautinni. Ég verð að segja það að Screenplay-ið hlýtur að hafa verið gífurlega vel skipulagt til að ná þessari dýpt í myndina. Einu orði sagt mjög yfirgrips mikil mynd. Tökurnar eru margar hverjar einstaklega fallegar og þá sérstaklega þær sem voru teknar á Ítalíu (Naboo). Klippingarnar eru mjög hæfilegar, hraðari og markvissari en í gömlu myndunum en ég vil taka það fram að ég er einstakur aðdáandi þeirra (þannig að þetta eru mjög góðir dómar). Allar tæknibrellur í myndinni eru einstaklega vel útfærðar. Það er ekki hægt að setja mikið út á leikstjórn og leik, nema þá kannski Hayden (Anakin), en hann var soldið klaufalegur í ástarsenunum. Hann vann það síðan upp í þeim atriðum sem snérust að beiskleika Anakins og biturð. Þessi smávægilegi galli týnist í hafsjó af snilld. Ég gekk heillaður frá kvikmyndahúsi Smárans. May the force be with you!
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei