Náðu í appið
Gagnrýni eftir:



Star Wars: The Phantom Menace
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg

Augnakonfekt, engin spurning um það. Það eru fáar myndir sem maður fer á og hreinlega vonar að myndin taki ekki enda. Eftir að hafa lesið misjafna kvikmyndagagnrýni um myndina, áður en ég sá hana sjálfur, var ég byrjaður að örvænta þó nokkuð. En hvernig gat ég nokkurntíma efast? Gleymið öllu bulli og farið á hana í gamla góða Star Wars "fílingnum" og þið getið verið viss um það að hún uppfyllir allar hörðustu kröfur um vægast sagt frábæra skemmtun.
Fannst þér gagnrýnin hjálpleg? Nei