Gagnrýni eftir:
Í skóm drekans
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Heimildamynd Hrannar og Árna kom skemmtilega á óvar, allur fréttaflutningu af henni í kringum lögbannið gaf til kynna að þarna væri á ferðinni einhver áróðursmynd gegn fegurðasamkeppnum. En myndin sýnir á mjög heiðarlegann hátt hvernig innra starf fegurðasamkeppni fer fram en fyrst og fremst hvernig áhrif hún hefur á Hrönn.
Í skóm drekans fjallar um ferðalag sem Hrönn fer í þegar hún kemst inn í keppnina Ungfrú Ísland.is, og hvernig tilgangurinn við að taka þátt í keppninni breytist úr því að vera bara með til að gera heimildamynd, í það að hún sogast inn í að keppnina sjálfa og tilganginn sem svona keppni þjónar. Að vera sætust ! Myndin sýnir á mjög sympatískann hátt hvernig ferlið fer af stað og hvernig markaðshyggjan gleypir ímynd Hrannar af sjálfri sér í eitthvað úrkynjað fegurðadrottninga - ímynd... Hrönn reynir að vera töffarinn sem hún birtist manni í upphafi, en dregst smátt og smátt í metnaðafulla samkeppni um að vera nr. 1. Í myndinni kemur fram ádeila á fegurðasamkeppnir (enda kominn tími til ! ) en er jafnframt mjög fyndin og laus við alla tilgerð. Hlutverk foreldra hennar og vina, í myndinni er mjög skemmtilegt, þau spila inn mjög fyndna hlið í heildarmyndinni.
Ég mæli sterklega með myndinni, hún er að mínu mati í flokki betri heimildamynda sem hafa verið gerðar á Íslandi í langann tíma.