Gagnrýni eftir:
Gothika0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Eitt orð = Ömurleg! Fór spenntur á myndina, búinn að heyra ekkert nema gott umtal. Átti að vera mjög spooky og spennandi. Eins og margir vita fjallar myndin um sálfræðing, lendir í slysi, vaknar 3 dögum seinna inn á sínum eigin vinnustað og allir halda að hún sé geðveik. Meira verður ekki sagt um söguþráðinn. Myndin byrjar nokkuð vel, jújú hún er dálítið spennandi og spooky en því lengra sem líður á myndina fer maður nú að spá í hvernig þetta á eftir að enda allt saman. Og það gekk bara engan veginn upp í þessari mynd, því miður. Þetta var eitthvert ömurlegasta plott sem ég hef nokkurn tímann vitað um. Og útfrá því hvað hún endar lélega að þá fer maður nú að spá í þessi atriði fyrr í myndinni sem áttu að hræða mann(en gerðu ekki) og þau verða svo pointless og asnaleg. Þannig að þessi hálfa stjarna sem myndin fær frá mér er útaf einu góðu bregðuatriði, sem hafði reyndar, eftir á litið, nákvæmlega engan tilgang í myndina. Því ráðlegg þeim sem langar til að sjá hana, sparið ykkur peninginn og bíðið þar til hún verður sýnd á RÚV, hún er ekki einu sinni þess virði að leigja hana.

