Gagnrýni eftir:
Philadelphia
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Í myndinni Philadelphia leikur Tom Hanks samkynhneigðan lögfræðing að nafni Andrew Becket, sem uppgötvar að hann er með alnæmi. Yfirmenn hans á lögfræðistofu sem hann vinnur hjá reka hann og gefa upp þá ástæðu að hann hafi verið rekinn vegna afglapa í starfi. Becket ákveður að fara í mál gegn yfirmönnum sínum og fær lögfræðinginn Joe Miller Denzel Washington til að hjálpa sér. Stór hluti myndarinnar gerist inni í réttarsalnum og að lokum eru yfirmennirnir dæmdir til að greiða Becket skaðabætur. Í lok myndarinnar deyr Becket af völdum Alnæmisins. Mér fannst leikarar í myndinni yfirleitt standa sig vel, einkum þó Tom Hanks, en söguþráður myndarinnar höfðar einhvern veginn ekki til mín. Í myndinni er, að mínu mati, allt of mikið af langdregnum atriðum þar sem maður missir athyglina. Þessi mynd væri neðst á listanum yfir myndir með Tom Hanks sem ég myndi mæla með.
Stikkfrí
0 af 0 fannst gagnrýnin hjálpleg
Tvær vinkonur hefja leit að föður annarrar þeirra og flakka einar um götur Reykjavíkurborgar. Til að faðirinn hafi nú örugglega samband við dótturina, þá taka þær upp á því að ræna barni föðurins, sem hann á ásamt núverandi eiginkonu sinni. Að sjálfsögðu heppnast þetta uppátæki stúlknanna og málin leysast farsællega í lok myndarinnar. Í myndinni koma fyrir margir ofnotaðir leikarar, þ.e. sviðsleikarar, sem eru búnir að leika í allt of mörgum kvikmyndum. Leikurinn fær hálfa stjörnu hjá mér. Hinn helmingurinn af stjörnunni fer í viðleitnina. Söguþráður myndarinnar er fínn, en það er allt of illa unnið með hann. Þetta hefði getað orðið góð mynd ef að hún hefði verið aðeins raunsærri. Þetta er fín mynd, svo framarlega sem þú ert undir fimm ára aldri.